Rússneskt seglskip sigldi utan í skip gæslunnar og laskaði þau Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. júní 2015 17:44 Kruzenshtern siglir utan í skipin. mynd/Berghildur Erla Bernharðsdóttir Rússneska seglskipið Kruzenshtern hélt hélt úr Reykjavíkurhöfn í dag. Ekki gekk þó betur en svo að skipið rakst utan í varðskipin Þór og Tý sem voru í höfn. Bæði varðskipin löskuðust „Svona hlutir geta átt sér stað þegar stór skip eru að koma að bryggju eða fara. Það urðu engin meiðsl á neinum mönnum,“ segir Ásgrímur Ásgrímsson hjá Landhelgisgæslunni. „Það er búið að kalla til lögreglu og rannsóknarnefnd sjóslysa og verið að taka skýrslur af vitnum. „Hvorugt skipanna er að sökkva og það eru engar skemmdir fyrir neðan sjólínu. En það er tjón sem á eftir að meta. Það er áætlað að Þór fari í eftirlitsferð eftir helgi og við munum gera þær viðgerðir sem þarf til að það verði sjófært.“ Kruzenshtern kom einnig hingað til lands árið 2009 og var hér yfir helgi en tilefnið var meðal annars að 65 ár voru liðin frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kruzenshtern siglir utan í skip en í ágúst í fyrra sigldi skipið utan í sautján metra langt dráttarskip við Esjberg í Danmörku með þeim afleiðingum að síðarnefnda skipið sökk. Kruzenshtern var smíðað árið 1926 í Bremen í Þýskalandi en var gefið Rússum í lok síðari heimstyrjaldarinnar. Það siglir nú frá borginni Kalinigrad en sú borg taldist eitt sinn til Prússlands og hét þá Königsberg og var heimili heimspekingsins Immanuel Kant.seglskipRússneskt seglskip siglir á Varðskipin Týr og Þór í Reykjavíkurhöfn 11.júní 2015Posted by Magnús Stefán Sigurðsson on Thursday, 11 June 2015 Tengdar fréttir Kruzenshtern verður í Reykjavík næstu daga Hið fræga rússneska skip Kruzenshtern mun liggja við höfnina í Reykjavík dagana 6. - 9. ágúst næstkomandi. Skipið mun koma til Íslands, meðal annars til að fagna því að 65 ár eru liðin frá lokum Seinni heimstyrjaldarinnar. 5. ágúst 2009 11:28 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Rússneska seglskipið Kruzenshtern hélt hélt úr Reykjavíkurhöfn í dag. Ekki gekk þó betur en svo að skipið rakst utan í varðskipin Þór og Tý sem voru í höfn. Bæði varðskipin löskuðust „Svona hlutir geta átt sér stað þegar stór skip eru að koma að bryggju eða fara. Það urðu engin meiðsl á neinum mönnum,“ segir Ásgrímur Ásgrímsson hjá Landhelgisgæslunni. „Það er búið að kalla til lögreglu og rannsóknarnefnd sjóslysa og verið að taka skýrslur af vitnum. „Hvorugt skipanna er að sökkva og það eru engar skemmdir fyrir neðan sjólínu. En það er tjón sem á eftir að meta. Það er áætlað að Þór fari í eftirlitsferð eftir helgi og við munum gera þær viðgerðir sem þarf til að það verði sjófært.“ Kruzenshtern kom einnig hingað til lands árið 2009 og var hér yfir helgi en tilefnið var meðal annars að 65 ár voru liðin frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kruzenshtern siglir utan í skip en í ágúst í fyrra sigldi skipið utan í sautján metra langt dráttarskip við Esjberg í Danmörku með þeim afleiðingum að síðarnefnda skipið sökk. Kruzenshtern var smíðað árið 1926 í Bremen í Þýskalandi en var gefið Rússum í lok síðari heimstyrjaldarinnar. Það siglir nú frá borginni Kalinigrad en sú borg taldist eitt sinn til Prússlands og hét þá Königsberg og var heimili heimspekingsins Immanuel Kant.seglskipRússneskt seglskip siglir á Varðskipin Týr og Þór í Reykjavíkurhöfn 11.júní 2015Posted by Magnús Stefán Sigurðsson on Thursday, 11 June 2015
Tengdar fréttir Kruzenshtern verður í Reykjavík næstu daga Hið fræga rússneska skip Kruzenshtern mun liggja við höfnina í Reykjavík dagana 6. - 9. ágúst næstkomandi. Skipið mun koma til Íslands, meðal annars til að fagna því að 65 ár eru liðin frá lokum Seinni heimstyrjaldarinnar. 5. ágúst 2009 11:28 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Kruzenshtern verður í Reykjavík næstu daga Hið fræga rússneska skip Kruzenshtern mun liggja við höfnina í Reykjavík dagana 6. - 9. ágúst næstkomandi. Skipið mun koma til Íslands, meðal annars til að fagna því að 65 ár eru liðin frá lokum Seinni heimstyrjaldarinnar. 5. ágúst 2009 11:28