Viðskipti innlent

Rúmfatalagerinn hagnaðist um 300 milljónir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Rekstrartekjur Rúmfatalagersins námu 4,6 milljörðum króna á tímabilinu.
Rekstrartekjur Rúmfatalagersins námu 4,6 milljörðum króna á tímabilinu. Vísir/Vilhelm

Hagnaður Rúmfatalagersins á tímabilinu 1. mars 2014 til 1. mars 2015 nam 298,8 milljónum króna og jókst um rúmar 100 milljónir milli ára.

Rekstrartekjur námu 4,6 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við 4,2 milljarða króna árið á undan.

Afskriftir námu 54 milljónum á árinu, samanborið við 67 milljónir árið áður. Hagnaður fyrir skatt nam 350 milljónum króna og jókst um tæpar 100 milljónir milli ára.

Heildareignir félagsins námu 2,2 milljörðum króna í lok febrúar og hækkuðu um tæpar 700 milljónir króna milli ára.

Skuldir námu 1,6 milljarði króna í lok rekstrarársins og jukust um 400 milljónir króna milli ára. Eigið fé var jákvætt um 606,4 milljónir króna. Ekki var greiddur út arður vegna rekstrarársins.

Hlutafé félagsins í lok febrúar nam þremur milljónum króna og var það allt í eigu Lagersins Iceland ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×