Erlent

Ritstjórnarskrifstofur SVT rýmdar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Beðið er eftir sprengjusérfræðingi til að greina efnin.
Beðið er eftir sprengjusérfræðingi til að greina efnin. vísir/epa
Búið er að rýma ritstjórnarskrifstofur sænska ríkisútvarpsins, SVT, í Blekinge eftir að umslag með hvítu dufti barst þangað í morgun. Unnið er að greiningu þess en þangað til verður starfsmanninum, sem barst bréfið, haldið í einangrun inni í fundarherbergi sjónvarpsins. 

Aftonbladet segir frá því að sjónvarpinu hafi að undanförnu borist margar hótanir, símleiðis og í gegnum tölvupóst, vegna umfjöllunar um þjóðernissinnuðu hljómsveitina Ultima Thule, sem spilaði á samkomu sem skipulögð var af Jimmie Åkesson, formanns Svíþjóðardemókrata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×