Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2016 12:18 Frá framkvæmdunum á Bakka. Til vinstri rís stálgrind hráefnisgeymslu. Til hægri má sjá grunn ofnhúss kísilversins. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ríkisstjórn samþykkti á aukafundi í morgun að leggja fram frumvarp um lagningu háspennulína frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka. Frumvarpið verður lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir afar mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga á Alþingi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála stöðvaði framkvæmdir við lagningu háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að kísilverksmiðju þýska fyrirtæksins CCP á Bakka fyrir nokkrum vikum að kröfu Landverndar á grundvelli náttúruverndarlaga frá árinu 2015. Nefndin leggst ekki gegn framkvæmdinni en áskilur sér rétt til að fara yfir forsendur framkvæmdanna vegna kæru Landverndar sem telur að háspennulínurnar muni valda tjóni á vernduðu hrauni. Með þessari ákvörðun eru framkvæmdir upp á 80 milljarða króna komnar í óvissu, þar sem ekki er hægt að vinna við línulögnina yfir hörðustu vetrarmánuðina. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun fara fyrir stjórnarfrumvarpi sem samþykkt var í ríkisstjórn í morgun. Frumvarpið verður lagt fyrir stjórnarflokkana eftir hádegi og í framhaldinu lagt fram á Alþingi. „Sem veitir Landsneti framkvæmdaleyfi með lögum og heimild til að reisa línurnar fyrir norðan. Bæði Þeistareiki og kröflulínu. Til að höggva á þann hnút sem er í þessu máli og eyða þeirri miklu óvissu sem er um þessar gríðarlega mikilvægu framkvæmdir fyrir norðan,“ segir Ragnheiður Elín.Ragnheiður Elín Árnadóttir.Vísir/Anton BrinkUm sé að ræða sérlög en ekki breytingu á gildandi lögum. Frumvarpið sé ekki hvað síst lagt fram vegna áskorana frá sveitarfélögum fyrir norðan; Norðurþingi, Þingeyjasveit og Skútustaðahreppi til ríkisstjórnarinnar um að hún gripi inn í deiluna. Enda liggi allar skipulagssamþykkir fyrir. „Þar sem gríðarlegir hagsmunir eru undir og engin önnur lausn var í sjónmáli. Við erum búin á undanförnum dögum og vikum að reyna að leita allra leiða til að leysa þetta mál án þess að löggjafinn þyrfti að grípa inni í,“ segir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fundir hafi verið haldnir með deiluaðilum, umhverfis- og forsætisráðuneyti og Skipulagsstofnun. „En höfum gengið þá leið á enda. Okkar mat var það að þetta væri eina leiðin til að leysa þetta mál. Við erum í þeirri aðstöðu að að er verið að reisa Þeistareykjavirkjun sem hornsteinn verður lagður að á föstudaginn. Framkvæmdir eru farnar af stað við iðnaðarsvæðið á Bakka. En það vantar að tengja virkjunina við framkvæmdastaðinn. Það er staða sem er óásættanlegt að vera í og þess vegna er gripið til þessa ráðs,“ segir Ragnheiður Elín. Mjög mikilvægt sé að frumvarpið verði afgreitt fyrir kosningar og hún vonar að samstaða náist um það við stjórnarandstöðuna. En nú þegar hafi samtöl átt sér stað við hana að undirlagi forsætisráðherra. Nú kalli hún alþingismenn til ábyrgðar í þessu mikilvæga máli. „Sem á sér rætur á síðasta kjörtímabili. Þar sem Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru í forsæti fyrir ríkisstjórn og þetta mál á sinn uppruna þaðan,“ segir Ragnheiður Elín og segist ekki trúa öðru en málið hljóti farsæla afgreiðslu á Alþingi. Tengdar fréttir Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Ríkisstjórn samþykkti á aukafundi í morgun að leggja fram frumvarp um lagningu háspennulína frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka. Frumvarpið verður lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir afar mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga á Alþingi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála stöðvaði framkvæmdir við lagningu háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að kísilverksmiðju þýska fyrirtæksins CCP á Bakka fyrir nokkrum vikum að kröfu Landverndar á grundvelli náttúruverndarlaga frá árinu 2015. Nefndin leggst ekki gegn framkvæmdinni en áskilur sér rétt til að fara yfir forsendur framkvæmdanna vegna kæru Landverndar sem telur að háspennulínurnar muni valda tjóni á vernduðu hrauni. Með þessari ákvörðun eru framkvæmdir upp á 80 milljarða króna komnar í óvissu, þar sem ekki er hægt að vinna við línulögnina yfir hörðustu vetrarmánuðina. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun fara fyrir stjórnarfrumvarpi sem samþykkt var í ríkisstjórn í morgun. Frumvarpið verður lagt fyrir stjórnarflokkana eftir hádegi og í framhaldinu lagt fram á Alþingi. „Sem veitir Landsneti framkvæmdaleyfi með lögum og heimild til að reisa línurnar fyrir norðan. Bæði Þeistareiki og kröflulínu. Til að höggva á þann hnút sem er í þessu máli og eyða þeirri miklu óvissu sem er um þessar gríðarlega mikilvægu framkvæmdir fyrir norðan,“ segir Ragnheiður Elín.Ragnheiður Elín Árnadóttir.Vísir/Anton BrinkUm sé að ræða sérlög en ekki breytingu á gildandi lögum. Frumvarpið sé ekki hvað síst lagt fram vegna áskorana frá sveitarfélögum fyrir norðan; Norðurþingi, Þingeyjasveit og Skútustaðahreppi til ríkisstjórnarinnar um að hún gripi inn í deiluna. Enda liggi allar skipulagssamþykkir fyrir. „Þar sem gríðarlegir hagsmunir eru undir og engin önnur lausn var í sjónmáli. Við erum búin á undanförnum dögum og vikum að reyna að leita allra leiða til að leysa þetta mál án þess að löggjafinn þyrfti að grípa inni í,“ segir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fundir hafi verið haldnir með deiluaðilum, umhverfis- og forsætisráðuneyti og Skipulagsstofnun. „En höfum gengið þá leið á enda. Okkar mat var það að þetta væri eina leiðin til að leysa þetta mál. Við erum í þeirri aðstöðu að að er verið að reisa Þeistareykjavirkjun sem hornsteinn verður lagður að á föstudaginn. Framkvæmdir eru farnar af stað við iðnaðarsvæðið á Bakka. En það vantar að tengja virkjunina við framkvæmdastaðinn. Það er staða sem er óásættanlegt að vera í og þess vegna er gripið til þessa ráðs,“ segir Ragnheiður Elín. Mjög mikilvægt sé að frumvarpið verði afgreitt fyrir kosningar og hún vonar að samstaða náist um það við stjórnarandstöðuna. En nú þegar hafi samtöl átt sér stað við hana að undirlagi forsætisráðherra. Nú kalli hún alþingismenn til ábyrgðar í þessu mikilvæga máli. „Sem á sér rætur á síðasta kjörtímabili. Þar sem Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru í forsæti fyrir ríkisstjórn og þetta mál á sinn uppruna þaðan,“ segir Ragnheiður Elín og segist ekki trúa öðru en málið hljóti farsæla afgreiðslu á Alþingi.
Tengdar fréttir Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00