Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2016 12:18 Frá framkvæmdunum á Bakka. Til vinstri rís stálgrind hráefnisgeymslu. Til hægri má sjá grunn ofnhúss kísilversins. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ríkisstjórn samþykkti á aukafundi í morgun að leggja fram frumvarp um lagningu háspennulína frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka. Frumvarpið verður lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir afar mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga á Alþingi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála stöðvaði framkvæmdir við lagningu háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að kísilverksmiðju þýska fyrirtæksins CCP á Bakka fyrir nokkrum vikum að kröfu Landverndar á grundvelli náttúruverndarlaga frá árinu 2015. Nefndin leggst ekki gegn framkvæmdinni en áskilur sér rétt til að fara yfir forsendur framkvæmdanna vegna kæru Landverndar sem telur að háspennulínurnar muni valda tjóni á vernduðu hrauni. Með þessari ákvörðun eru framkvæmdir upp á 80 milljarða króna komnar í óvissu, þar sem ekki er hægt að vinna við línulögnina yfir hörðustu vetrarmánuðina. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun fara fyrir stjórnarfrumvarpi sem samþykkt var í ríkisstjórn í morgun. Frumvarpið verður lagt fyrir stjórnarflokkana eftir hádegi og í framhaldinu lagt fram á Alþingi. „Sem veitir Landsneti framkvæmdaleyfi með lögum og heimild til að reisa línurnar fyrir norðan. Bæði Þeistareiki og kröflulínu. Til að höggva á þann hnút sem er í þessu máli og eyða þeirri miklu óvissu sem er um þessar gríðarlega mikilvægu framkvæmdir fyrir norðan,“ segir Ragnheiður Elín.Ragnheiður Elín Árnadóttir.Vísir/Anton BrinkUm sé að ræða sérlög en ekki breytingu á gildandi lögum. Frumvarpið sé ekki hvað síst lagt fram vegna áskorana frá sveitarfélögum fyrir norðan; Norðurþingi, Þingeyjasveit og Skútustaðahreppi til ríkisstjórnarinnar um að hún gripi inn í deiluna. Enda liggi allar skipulagssamþykkir fyrir. „Þar sem gríðarlegir hagsmunir eru undir og engin önnur lausn var í sjónmáli. Við erum búin á undanförnum dögum og vikum að reyna að leita allra leiða til að leysa þetta mál án þess að löggjafinn þyrfti að grípa inni í,“ segir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fundir hafi verið haldnir með deiluaðilum, umhverfis- og forsætisráðuneyti og Skipulagsstofnun. „En höfum gengið þá leið á enda. Okkar mat var það að þetta væri eina leiðin til að leysa þetta mál. Við erum í þeirri aðstöðu að að er verið að reisa Þeistareykjavirkjun sem hornsteinn verður lagður að á föstudaginn. Framkvæmdir eru farnar af stað við iðnaðarsvæðið á Bakka. En það vantar að tengja virkjunina við framkvæmdastaðinn. Það er staða sem er óásættanlegt að vera í og þess vegna er gripið til þessa ráðs,“ segir Ragnheiður Elín. Mjög mikilvægt sé að frumvarpið verði afgreitt fyrir kosningar og hún vonar að samstaða náist um það við stjórnarandstöðuna. En nú þegar hafi samtöl átt sér stað við hana að undirlagi forsætisráðherra. Nú kalli hún alþingismenn til ábyrgðar í þessu mikilvæga máli. „Sem á sér rætur á síðasta kjörtímabili. Þar sem Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru í forsæti fyrir ríkisstjórn og þetta mál á sinn uppruna þaðan,“ segir Ragnheiður Elín og segist ekki trúa öðru en málið hljóti farsæla afgreiðslu á Alþingi. Tengdar fréttir Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Ríkisstjórn samþykkti á aukafundi í morgun að leggja fram frumvarp um lagningu háspennulína frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka. Frumvarpið verður lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir afar mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga á Alþingi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála stöðvaði framkvæmdir við lagningu háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að kísilverksmiðju þýska fyrirtæksins CCP á Bakka fyrir nokkrum vikum að kröfu Landverndar á grundvelli náttúruverndarlaga frá árinu 2015. Nefndin leggst ekki gegn framkvæmdinni en áskilur sér rétt til að fara yfir forsendur framkvæmdanna vegna kæru Landverndar sem telur að háspennulínurnar muni valda tjóni á vernduðu hrauni. Með þessari ákvörðun eru framkvæmdir upp á 80 milljarða króna komnar í óvissu, þar sem ekki er hægt að vinna við línulögnina yfir hörðustu vetrarmánuðina. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun fara fyrir stjórnarfrumvarpi sem samþykkt var í ríkisstjórn í morgun. Frumvarpið verður lagt fyrir stjórnarflokkana eftir hádegi og í framhaldinu lagt fram á Alþingi. „Sem veitir Landsneti framkvæmdaleyfi með lögum og heimild til að reisa línurnar fyrir norðan. Bæði Þeistareiki og kröflulínu. Til að höggva á þann hnút sem er í þessu máli og eyða þeirri miklu óvissu sem er um þessar gríðarlega mikilvægu framkvæmdir fyrir norðan,“ segir Ragnheiður Elín.Ragnheiður Elín Árnadóttir.Vísir/Anton BrinkUm sé að ræða sérlög en ekki breytingu á gildandi lögum. Frumvarpið sé ekki hvað síst lagt fram vegna áskorana frá sveitarfélögum fyrir norðan; Norðurþingi, Þingeyjasveit og Skútustaðahreppi til ríkisstjórnarinnar um að hún gripi inn í deiluna. Enda liggi allar skipulagssamþykkir fyrir. „Þar sem gríðarlegir hagsmunir eru undir og engin önnur lausn var í sjónmáli. Við erum búin á undanförnum dögum og vikum að reyna að leita allra leiða til að leysa þetta mál án þess að löggjafinn þyrfti að grípa inni í,“ segir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fundir hafi verið haldnir með deiluaðilum, umhverfis- og forsætisráðuneyti og Skipulagsstofnun. „En höfum gengið þá leið á enda. Okkar mat var það að þetta væri eina leiðin til að leysa þetta mál. Við erum í þeirri aðstöðu að að er verið að reisa Þeistareykjavirkjun sem hornsteinn verður lagður að á föstudaginn. Framkvæmdir eru farnar af stað við iðnaðarsvæðið á Bakka. En það vantar að tengja virkjunina við framkvæmdastaðinn. Það er staða sem er óásættanlegt að vera í og þess vegna er gripið til þessa ráðs,“ segir Ragnheiður Elín. Mjög mikilvægt sé að frumvarpið verði afgreitt fyrir kosningar og hún vonar að samstaða náist um það við stjórnarandstöðuna. En nú þegar hafi samtöl átt sér stað við hana að undirlagi forsætisráðherra. Nú kalli hún alþingismenn til ábyrgðar í þessu mikilvæga máli. „Sem á sér rætur á síðasta kjörtímabili. Þar sem Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru í forsæti fyrir ríkisstjórn og þetta mál á sinn uppruna þaðan,“ segir Ragnheiður Elín og segist ekki trúa öðru en málið hljóti farsæla afgreiðslu á Alþingi.
Tengdar fréttir Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00