Ríkið telur rokkvín hvetja til ólifnaðar 9. febrúar 2012 08:30 Shiraz-vínið þykir í raun lítið annað en auglýsing fyrir ólifnað Lemmy og félaga í Motörhead. Það vill ÁTVR ekki sjá. nordicphotos/afp ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. Rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead fæst ekki selt í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Ástæðan er sú að sveitin framleiðir vínið ekki sjálf og nafnið þykir auk þess skírskota til óheilbrigðra lifnaðarhátta. Þetta kemur fram í grein eftir Hjörleif Árnason, innflytjanda vínsins, sem birtist á Vísi í dag. Þar segir að málið sé nú komið inn á borð umboðsmanns Alþingis. Rokksveitin, sem hefur verið starfrækt í 37 ár, ljær víninu Motörhead Shiraz nafn sitt, líkt og nokkrum öðrum áfengistegundum á borð við vodka og rósavín. Í mars í fyrra ákvað Hjörleifur að flytja inn kassa af víninu í gegnum fyrirtækið Rokk slf. og sækja um leyfi til reynslusölu í ÁTVR. Umsókninni hafnaði ÁTVR með þeim rökum að annars vegar hefði hljómsveitin Motörhead ekkert með vínið að gera, annað en að nafn hennar væri á flöskunni, og hins vegar að skilaboðin sem fylgdu nafninu væru miður falleg. Þannig sé enska orðið ‚motorhead' slanguryrði yfir amfetamínneytanda og þar að auki fjalli textar sveitarinnar „iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna". Hjörleifur vísaði málinu til kærunefndar fjármálaráðuneytisins sem sneri ákvörðuninni með vísan til þess að ekki væri annað að sjá af gögnum en að hljómsveitarmeðlimir Motörhead kæmu sannarlega að framleiðslu vínsins sjálfir. Þetta reyndist röng ályktun hjá ráðuneytinu, sem skipti um skoðun eftir að sótt hafði verið um reynslusöluna á nýjan leik og ÁTVR aftur hafnað henni með sömu rökum. Ráðuneytið tekur þá undir það með ÁTVR að það sé einungis markaðsleg ákvörðun að nefna vínið í höfuðið á sveitinni og nafnið tengist því hvorki gerð vörunnar né eiginleikum hennar. Með nafninu, sem tengist misjöfnum lifnaðarháttum, sé einungis verið að stíla inn á aðdáendur sveitarinnar. Þetta sé bannað. „Sem sagt, meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki sveittir að tína ber og tappa á flöskur og þess vegna má nafn hljómsveitarinnar ekki prýða miðann á flöskunni," skrifar Hjörleifur í grein sinni. Hann segist þegar hafa sett sig í samband við birgja sem selja vín merkt Rolling Stones, AC/DC, Elvis Presley og fleirum en hann fái ekki betur séð en að ákvörðunin útiloki allar áfengistegundir sem beri nafn tónlistarmanna eða hljómsveita. stigur@frettabladid.is Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. Rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead fæst ekki selt í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Ástæðan er sú að sveitin framleiðir vínið ekki sjálf og nafnið þykir auk þess skírskota til óheilbrigðra lifnaðarhátta. Þetta kemur fram í grein eftir Hjörleif Árnason, innflytjanda vínsins, sem birtist á Vísi í dag. Þar segir að málið sé nú komið inn á borð umboðsmanns Alþingis. Rokksveitin, sem hefur verið starfrækt í 37 ár, ljær víninu Motörhead Shiraz nafn sitt, líkt og nokkrum öðrum áfengistegundum á borð við vodka og rósavín. Í mars í fyrra ákvað Hjörleifur að flytja inn kassa af víninu í gegnum fyrirtækið Rokk slf. og sækja um leyfi til reynslusölu í ÁTVR. Umsókninni hafnaði ÁTVR með þeim rökum að annars vegar hefði hljómsveitin Motörhead ekkert með vínið að gera, annað en að nafn hennar væri á flöskunni, og hins vegar að skilaboðin sem fylgdu nafninu væru miður falleg. Þannig sé enska orðið ‚motorhead' slanguryrði yfir amfetamínneytanda og þar að auki fjalli textar sveitarinnar „iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna". Hjörleifur vísaði málinu til kærunefndar fjármálaráðuneytisins sem sneri ákvörðuninni með vísan til þess að ekki væri annað að sjá af gögnum en að hljómsveitarmeðlimir Motörhead kæmu sannarlega að framleiðslu vínsins sjálfir. Þetta reyndist röng ályktun hjá ráðuneytinu, sem skipti um skoðun eftir að sótt hafði verið um reynslusöluna á nýjan leik og ÁTVR aftur hafnað henni með sömu rökum. Ráðuneytið tekur þá undir það með ÁTVR að það sé einungis markaðsleg ákvörðun að nefna vínið í höfuðið á sveitinni og nafnið tengist því hvorki gerð vörunnar né eiginleikum hennar. Með nafninu, sem tengist misjöfnum lifnaðarháttum, sé einungis verið að stíla inn á aðdáendur sveitarinnar. Þetta sé bannað. „Sem sagt, meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki sveittir að tína ber og tappa á flöskur og þess vegna má nafn hljómsveitarinnar ekki prýða miðann á flöskunni," skrifar Hjörleifur í grein sinni. Hann segist þegar hafa sett sig í samband við birgja sem selja vín merkt Rolling Stones, AC/DC, Elvis Presley og fleirum en hann fái ekki betur séð en að ákvörðunin útiloki allar áfengistegundir sem beri nafn tónlistarmanna eða hljómsveita. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira