Ríkar heimildir til fjártöku af útlendingum Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. janúar 2016 20:30 Hælisleitendur og útlendingar sem koma til Íslands án dvalarleyfis þurfa að greiða fyrir kostnað við réttaraðstoð og kostnað sem hlýst af brottflutningi þeirra frá landinu. Þá má gera farseðla þeirra upptæka og almennt er kannað hvað þeir hafa á sér af peningum þegar þeir koma til Íslands. Lög sem samþykkt voru á danska þjóðþinginu um upptöku verðmæta flóttafólks þykja mjög umdeild á heimsvísu en þau þykja ómannúðleg og grimmdarleg. Sambærilegar heimildir eru hins vegar í íslensku útlendingalögunum sem lögfest voru 2002. Í 34. grein útlendingalaga segir: „Krefja skal útlending um endurgreiðslu kostnaðar af réttaraðstoð að hluta til eða að öllu leyti ef hann hefur ráð á því.“ Í 56. grein segir: „Útlendingur, sem færður er úr landi samkvæmt lögunum, skal greiða kostnað af brottför sinni. Útlendingurinn skal einnig greiða kostnað af gæslu þegar hennar er þörf vegna þess að útlendingurinn fer ekki úr landi af sjálfsdáðum.“ Það má gera fjárnám vegna kröfunnar og hún getur jafnframt verið grundvöllur frávísunar ef viðkomandi kemur aftur til Íslands síðar. Lögreglunni er heimilt að haldleggja farseðla sem finnast í fórum útlendings og peninga til að greiða kröfu vegna brottför og gæslu. Þetta gildir hins vegar ekki um mál sem varða Dyflinnar-tilskipunina, það er þegar hælisleitandi er endursendur til þess lands sem hann kom fyrst til inn á Schengen-svæðinu. Ívar Þór Jóhannsson lögmaður hefur gætt hagsmuna hælisleitenda í málum hjá Útlendingastofnun. „Mín reynsla er sú að þeir aðilar sem leita hingað eftir hæli eru yfirleitt að flýja einhvers konar neyð og eru þá slippir og snauðir þegar þeir koma hingað. Þannig að í raun reynir lítið á ákvæðin. En þar fyrir utan hef ég ekki rekið mig á að stjórnvöld hafi verið að beita þessum ákvæðum neitt markvisst. Hælisleitendur eru inntir eftir því hvort þeir séu með fjármuni eða eitthvað slíkt en ekki að þeim sé ráðstafað eftir þessum heimildum,“ segir Ívar Þór. Flóttamenn Tengdar fréttir Umdeilt flóttamannafrumvarp fyrir danska þingið Danska þingið mun greiða atkvæði síðar í dag um umdeilt frumvarp sem gerir ríkinu kleift að leggja hald á eignir flóttamanna sem þangað koma, til þess að greiða fyrir uppihald þeirra. 26. janúar 2016 08:17 Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Guðmundur Steingrímsson segir nýleg lög um flóttamenn í Danmörku forkastanleg og í andstöðu við mannréttindahefðir Norðurlandanna. 28. janúar 2016 12:49 Sótt að Dönum á Evrópuþingi Tveir ráðherrar úr dönsku stjórninni sátu undir harkalegri gagnrýni frá þingmönnum Evrópuþingsins í gær, þar sem áform Dana um að taka fé af flóttafólki voru til umræðu. 26. janúar 2016 07:00 Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Heimilt hefur verið að krefja hælisleitendur um endurgreiðslu hluta kostnaðar frá árinu 2010. 27. janúar 2016 20:24 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Hælisleitendur og útlendingar sem koma til Íslands án dvalarleyfis þurfa að greiða fyrir kostnað við réttaraðstoð og kostnað sem hlýst af brottflutningi þeirra frá landinu. Þá má gera farseðla þeirra upptæka og almennt er kannað hvað þeir hafa á sér af peningum þegar þeir koma til Íslands. Lög sem samþykkt voru á danska þjóðþinginu um upptöku verðmæta flóttafólks þykja mjög umdeild á heimsvísu en þau þykja ómannúðleg og grimmdarleg. Sambærilegar heimildir eru hins vegar í íslensku útlendingalögunum sem lögfest voru 2002. Í 34. grein útlendingalaga segir: „Krefja skal útlending um endurgreiðslu kostnaðar af réttaraðstoð að hluta til eða að öllu leyti ef hann hefur ráð á því.“ Í 56. grein segir: „Útlendingur, sem færður er úr landi samkvæmt lögunum, skal greiða kostnað af brottför sinni. Útlendingurinn skal einnig greiða kostnað af gæslu þegar hennar er þörf vegna þess að útlendingurinn fer ekki úr landi af sjálfsdáðum.“ Það má gera fjárnám vegna kröfunnar og hún getur jafnframt verið grundvöllur frávísunar ef viðkomandi kemur aftur til Íslands síðar. Lögreglunni er heimilt að haldleggja farseðla sem finnast í fórum útlendings og peninga til að greiða kröfu vegna brottför og gæslu. Þetta gildir hins vegar ekki um mál sem varða Dyflinnar-tilskipunina, það er þegar hælisleitandi er endursendur til þess lands sem hann kom fyrst til inn á Schengen-svæðinu. Ívar Þór Jóhannsson lögmaður hefur gætt hagsmuna hælisleitenda í málum hjá Útlendingastofnun. „Mín reynsla er sú að þeir aðilar sem leita hingað eftir hæli eru yfirleitt að flýja einhvers konar neyð og eru þá slippir og snauðir þegar þeir koma hingað. Þannig að í raun reynir lítið á ákvæðin. En þar fyrir utan hef ég ekki rekið mig á að stjórnvöld hafi verið að beita þessum ákvæðum neitt markvisst. Hælisleitendur eru inntir eftir því hvort þeir séu með fjármuni eða eitthvað slíkt en ekki að þeim sé ráðstafað eftir þessum heimildum,“ segir Ívar Þór.
Flóttamenn Tengdar fréttir Umdeilt flóttamannafrumvarp fyrir danska þingið Danska þingið mun greiða atkvæði síðar í dag um umdeilt frumvarp sem gerir ríkinu kleift að leggja hald á eignir flóttamanna sem þangað koma, til þess að greiða fyrir uppihald þeirra. 26. janúar 2016 08:17 Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Guðmundur Steingrímsson segir nýleg lög um flóttamenn í Danmörku forkastanleg og í andstöðu við mannréttindahefðir Norðurlandanna. 28. janúar 2016 12:49 Sótt að Dönum á Evrópuþingi Tveir ráðherrar úr dönsku stjórninni sátu undir harkalegri gagnrýni frá þingmönnum Evrópuþingsins í gær, þar sem áform Dana um að taka fé af flóttafólki voru til umræðu. 26. janúar 2016 07:00 Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Heimilt hefur verið að krefja hælisleitendur um endurgreiðslu hluta kostnaðar frá árinu 2010. 27. janúar 2016 20:24 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Umdeilt flóttamannafrumvarp fyrir danska þingið Danska þingið mun greiða atkvæði síðar í dag um umdeilt frumvarp sem gerir ríkinu kleift að leggja hald á eignir flóttamanna sem þangað koma, til þess að greiða fyrir uppihald þeirra. 26. janúar 2016 08:17
Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Guðmundur Steingrímsson segir nýleg lög um flóttamenn í Danmörku forkastanleg og í andstöðu við mannréttindahefðir Norðurlandanna. 28. janúar 2016 12:49
Sótt að Dönum á Evrópuþingi Tveir ráðherrar úr dönsku stjórninni sátu undir harkalegri gagnrýni frá þingmönnum Evrópuþingsins í gær, þar sem áform Dana um að taka fé af flóttafólki voru til umræðu. 26. janúar 2016 07:00
Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Heimilt hefur verið að krefja hælisleitendur um endurgreiðslu hluta kostnaðar frá árinu 2010. 27. janúar 2016 20:24
Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56