Erlent

Reynt til þrautar að ná samkomulagi um kjarnorkuáætlun Írana

Vísir/AFP
Háttsettir diplómatar fjölmargra þjóða eru nú samankomnir í Vín í Austurríki þar sem þeir freista þess að ná samkomulagi um kjarnorkuáætlun Írana, en frestur til að ná slíkum samningum rennur út klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma.

Mikið verk er þó sagt vera fyrir höndum og ekki er talið líklegt að lausn finnist. Líklegra er talið að hægt verði að semja um að framlengja frestinn. Stórveldi á borð við Bandaríkin, Rússland, Kína og Þýskaland vilja að Íranir hætti kjarnorkutilraunum sínum alfarið og að í staðinn verði viðskiptabanni sem sett var á landið aflétt.

Íranir halda hinsvegar fast í þá afstöðu sína að kjarnorkuáætlunin sé aðeins í friðsömum tilgangi og að ekki standi til að framleiða kjarnavopn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×