Viðskipti innlent

Reynir selur sinn hlut í DV

Sæunn Gísladóttir skrifar
Reynir Traustason var ritstjóri DV fram til haustsins 2014.
Reynir Traustason var ritstjóri DV fram til haustsins 2014. Vísir/gva
Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, hefur selt hlut sinn í félaginu. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi. Hann segist hafa selt hlut sinn nýverið.

Reynir ekki gefa upp hver keypti hlut sinn. „Ég er laus allra mála og sáttur við það. Aðalatriðið er að ég er kominn út og er sáttur við það," segir Reynir. Hann segir kaupverðið vera trúnaðarmál.

Reynir hefur staðið í stríði við núverandi eigendur DV, en hann hélt eftir 13 prósenta hlut í DV við eigendaskiptin árið 2014. Reynir sagðist í samtali við Vísi í desember ekki hafa fengið nein svör frá stjórnendum DV um hvenær aðalfundur yrði haldinn né um hvort DV skuldi vörslugjöld eða um stöðu fjármála fyrirtækisins.

Sjá einnig: Reynir fær enginn svör um DV

Vísir greindi frá því fyrr í dag að DV ehf hefði tapað 123,8 milljónum á árinu 2014, samanborið við 37 milljónir árið 2013. Árið var stormasamt í rekstri DV en eigendaskipti urði um haustið 2014. „Við vorum með áætlanir sem gerðu ráð fyrir hagnaði. Við vorum í miklu bataferli árið á undan," segir Reynir. „Þeim tókst að rústa þessu á þremur mánuðum. Þetta hlýtur að vera Íslandsmet í tapi, þetta eru þrjátíu til fjörutíu milljónir á mánuði." 

Uppfært 17:09: Hluturinn var seldur til Pressunnar, sem nú á 84,23 prósent hlutafjár í DV, samkvæmt því sem fram kemur á vef Fjölmiðlanefndar. Kjarninn greindi fyrst frá þessum þætti málsins.


Tengdar fréttir

DV tapaði 124 milljónum

Fram kemur í ársreikningi félagsins að árið 2014 var afar stormasamt í rekstri DV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×