Viðskipti innlent

DV tapaði 124 milljónum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Reynir Traustason var ritstjóri DV bróðurpart ársins 2014.
Reynir Traustason var ritstjóri DV bróðurpart ársins 2014. Vísir/gva
Á árinu 2014 tapaði DV ehf 123,8 milljónum króna, samanborið við 37 milljónir árið 2013. Eignir í árslok námu 177,6 milljónum króna og skuldir námu 207 milljónum króna. Eigið fé félagsins í lok árs var neikvætt um 29,5 milljónir króna, en var jávkætt um 94,3 milljónir króna í byrjun árs.

Fram kemur í ársreikningi félagsins að árið 2014 var afar stormasamt í rekstri DV. Miklar deilur stóðu stóran hluta ársins um eignarhald blaðsins og bitnaði það mjög á útgáfunni, hafði áhrif á sölu auglýsinga, áskriftir og lausasölu. Pressan ehf eignaðist síðla árs stærstan hluta hlutafjár í DV ehf og tók formlega við stjórnartaumunum rétt fyrir jólin 2014. Framkvæmdastjórar voru þrír á árinu og fjöldi starfsmanna á uppsagnarfresti, sem kom óhjákvæmilega niður á afkomunni.

Stöðugildi hjá félaginu voru 37 á árinu og launagreiðslur félagsins námu 235,1 milljón króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×