Viðskipti innlent

Reynir fær engin svör um DV

Ingvar Haraldsson skrifar
Reynir Traustason
Reynir Traustason
„Það blasir við að þar sé eitthvað sem þolir ekki dagsljósið,“ segir Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, um að DV hafi hvorki haldið aðalfund né skilað ársreikningi til ársreikningaskrár, líkt og bar að gera fyrir ágústlok.

Reynir, sem á 13 prósenta hlut í DV, segist ekki hafa fengið nein svör frá stjórnendum DV um hvenær aðalfundur verði haldinn né um hvort DV skuldi vörslugjöld eða um stöðu fjármála fyrirtækisins.

„Ég fékk það svar að ég væri samkeppnisaðili og mætti ekki vita þetta,“ segir Reynir sem á 20 prósenta hlut í fjölmiðlinum Stundinni.

Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Pressunnar og DV, segir að til standi að halda aðalfund DV. Þá sé stefnt að skilum á ársreikningum áður en til álagningar sekta komi sem gæti orðið eftir 7. janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×