Viðskipti innlent

Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana

Bjarki Ármannsson skrifar
Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar hefur verið mjög erfið síðustu misseri og skuldar bærinn rúma fjörutíu milljarða til kröfuhafa.
Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar hefur verið mjög erfið síðustu misseri og skuldar bærinn rúma fjörutíu milljarða til kröfuhafa. Vísir/GVA
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar við kröfuhafa bæjarins séu ekki í sjónmáli. Greiðslufall á skuldbindingum bæjarins blasir við að óbreyttu.

Sjö bæjarfulltrúar af ellefu greiddu atkvæði með því að tilkynna um það formlega að samningar hefðu ekki náðst á fundi bæjarstjórnar í kvöld.

Upptaka af bæjarstjórnarfundinum í kvöld:

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir það hafa legið fyrir endanlega seint í gærkvöldi að samningar við kröfuhafa myndu ekki nást. Hann segir niðurstöðuna vissulega ákveðin vonbrigði.

„Við viljum halda áfram að reyna en treystum okkur ekki til þess að gera það öðruvísi en að tilkynna nefndinni um þetta,“ segir Kjartan. „Að vísu höfum við verið að hitta nefndina í allan vetur og þau eru vel upplýst um stöðu mála. Ég geri ráð fyrir að þau vilji fá nýjustu upplýsingar og þá förum við yfir málin með þeim. Þau ákveða svo hvað þau vilja gera í framhaldinu.“

Svo gæti farið að fjárhaldsstjórn taki yfir fjármál Reykjanesbæjar. Fjárhagsstaða bæjarins hefur verið mjög erfið síðustu misseri og skuldar hann rúma fjörutíu milljarða.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×