Viðskipti innlent

Reitir keyptu húsnæði Hótels Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita. Félagið var skráð á markað fyrr í vor.
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita. Félagið var skráð á markað fyrr í vor. vísir/valli
Öll fasteignafélögin sem skráð eru í Kauphöllina skiluðu árshlutareikningi fyrir fyrsta fjórðung í dag. Leigutekjur stærsta félagsins, Reita, á tímabilinu námu 2,1 milljarði króna en voru 2,06 milljarðar á sama tímabili árið áður. Hagnaður tímabilsins var 834 milljónir en 563 milljónir árið áður.

„Starfsemi félagsins á fjórðungnum einkenndist fyrst og fremst af undirbúningsvinnu fyrir skráningu félagsins í kauphöll. Litlar breytingar voru á eignasafninu á fjórðungnum, verðbólga er lág og fjármögnun félagsins hafði áður verið komið í gott horf,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, í afkomutilkynningu. Hann segir að í upphafi annars ársfjórðungs keypti félagið fasteignina Ármúla 9, sem hýsir Hótel Ísland, fyrir tæpa 3,7 milljarða króna.

Heildarhagnaður Eikar nam 879 milljónum króna eftir skatta . Rekstrartekjur námu 1.429 milljónum króna og nam rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir 993 milljónum króna.

Líkt og með Reiti er uppgjör Eikar litað af háum einskiptiskostnaði á tímabilinu vegna skráningar félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf. en félagið var skráð í kauphöllina í lok apríl 2015.

Hagnaður Regins nam 574 milljónum króna eftir tekjuskatt. Rekstrartekjur námu 1.242 milljónum króna og þar af námu leigutekjur 1.107 milljónum króna. Hækkun leigutekna frá sama tímabili fyrra árs er 23%. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 799 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×