Viðskipti innlent

Reitir kaupa Skútuvog 3

Sæunn Gísladóttir skrifar
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita.
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Vísir/Daníel Rúnarsson
Fasteignafélagið Reitir hefur ákveðið að ganga til samninga við Sjöstjörnuna ehf. um kaup á fasteigninni að Skútuvogi 3 í Reykjavík. Kaupverðið er 670 milljónir kr. og mun eignin afhendast þann 1. október næstkomandi. Fyrirvarar eru gerðir um að fallið verði frá forkaupsrétti þriðja aðila að fasteigninni, og um samþykki stjórnar Reita fyrir kaupunum, segir í tilkynningu á Keldunni.

Um er að ræða 3.753 fm. vöruhús sem hýsir starfsemi heildsölunnar Eggerts Kristjánssonar ehf. Gildandi leigusamningur um alla fasteignina er til ársins 2020 og nema leigutekjur af eigninni samkvæmt honum rúmlega 67 milljónum kr. á ársgrundvelli. Leiða kaupin til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um rúmlega 50 milljónir kr. á ársgrundvelli en áhrif kaupanna á NOI fyrir árið 2015 eru hins vegar óveruleg.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×