Innlent

Reikningur Bjarna á Ashley Madison óvirkur frá 2008

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tíðindi þess efnis að Bjarni og eiginkona hans, Þóra Margrét Baldvinsdóttir, hafi skráð sig á Ashley Madison hafa vakið verulega athygli í dag.
Tíðindi þess efnis að Bjarni og eiginkona hans, Þóra Margrét Baldvinsdóttir, hafi skráð sig á Ashley Madison hafa vakið verulega athygli í dag. vísir
Samkvæmt þeim gögnum sem Vísir hefur undir höndum er ekkert sem bendir til þess að aðgangur Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, að framhjáhaldssíðunni Ashley Madison hafi verið virkur frá árinu 2008 en aðgangurinn var stofnaður þá. Samkvæmt gögnunum var seinast virkni á reikningnum í október 2008 en hann var stofnaður í september sama ár.

Reikningur Bjarna var þó uppfærður seinast árið 2013 en þar mun hafa verið um sjálfvirka uppfærslu á reikningum rúmlega 14 milljón notenda að ræða, að því er sérfræðingar Vísis komast næst.

Lýsingin á þeim aðgangi á Ashley Madison sem tengdur er við netfang Bjarna er svohljóðandi, að því er fram kemur á Stundinni:

„Its about being interested in a nice looking woman, wanting to have an intelligent and fun conversation and good...very good sex. Im not from the States but do travel quite often.“

Tíðindi þess efnis að Bjarni og eiginkona hans, Þóra Margrét Baldvinsdóttir, hafi skráð sig á Ashley Madison hafa vakið verulega athygli í dag. Ekki er langt síðan hakkarar réðust á vefinn og höfðu þaðan upplýsingar um 37 milljónir notenda vefsins sem er fyrir fólk sem vill komastí samband við annað fólk með það fyrir augum að halda fram hjá maka sínum.

Þóra Margrét segir frá því á Facebook-síðu sinni að þau hjónin hafi skráð sig þar fyrir forvitnissakir árið 2008.

Bjarni ætlar ekki að tjá sig um málið, það kom fram þegar Vísir leitaði viðbragða hans við fréttaflutningi dagsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×