Viðskipti erlent

Reikigjöld afnumin innan ríkja Evrópusambandsins

Atli Ísleifsson skrifar
Með nýjum reglum eru símafyrirtæki jafnframt skuldbundin til að veita farsímanotendum netþjónustu burtséð frá því við hvaða netfyrirtæki þeir eiga í viðskiptum við.
Með nýjum reglum eru símafyrirtæki jafnframt skuldbundin til að veita farsímanotendum netþjónustu burtséð frá því við hvaða netfyrirtæki þeir eiga í viðskiptum við. Vísir/Getty
Reikigjöld verða lögð af innan ríkja Evrópusambandsins fyrir júní á næsta ári. Fjórtán mánuði fyrir gildistöku bannsins verður símafyrirtækjum heimilt að leggja á aukagjöld, þó þau verði lægri en áður.

Samkomulag náðist um bannið fyrr í dag eftir margra mánaða viðræður, en með nýjum reglum er ætlunin að koma í veg fyrir að símanotendur fái sérstaklega háa símreikninga eftir að hafa dvalið í öðrum ríkjum sambandsins.

Í frétt BBC kemur fram að á næsta ári verði símafyrirtækjum einungis heimilt að leggja á aukagjald sem er þó ekki hærra en

  • €0.05 (um sjö krónur) aukalega fyrir hverja símamínútu,
  • €0.02 (um þrjár krónur) aukalega fyrir hvert sent sms
  • €0.05 (um sjö krónur) aukalega fyrir hvert megabæt sem er halað niður
Með nýjum reglum eru símafyrirtæki jafnframt skuldbundin til að veita farsímanotendum netþjónustu burtséð frá því við hvaða netfyrirtæki þeir eiga í viðskiptum við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×