Erlent

Rannsaka dauða tíu þúsund froska í útrýmingarhættu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Titicaca froskurinn er í bráðri útrýmingarhættu.
Titicaca froskurinn er í bráðri útrýmingarhættu. vísir/epa
Umhverfisstofnun Perú rannsakar nú dauða tíu þúsund froska sem fundust nýlega í á í suðurhluta landsins. Talið er að orsakavaldurinn sé mengun, að því er umhverfisverndarsamtök í landinu fullyrða.

Samtökin segja mengunina stafa af skolphreinsistöð sem byggð var á svæðinu. Þau segjast ítrekað hafa gagnrýnt bygginguna en ekki haft erindi sem erfiði.

Froskurinn, sem er af tegundinni Titicaca, er í bráðri útrýmingarhættu, en hann finnst einungis í samnefndu stöðuvatni sem er á landamærum Perú og Bólivíu.

Umhverfisverndarinnar segja stjórnvöldum hafa mistekist hrapalega við að koma í veg fyrir alvarlegt mengunarvandamál. Liðsmenn úr röðum samtakanna lögðu um eitt hundrað froska á torg í miðbæ Punu til að vekja athygli á vandanum. Þeir segjast hafa þurft að koma meðfroskana því stjórnvöld átti sig ekki á hversu alvarlegt ástandið sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×