Rán á Blönduósi: „Maður er vanur að geta treyst fólki“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. ágúst 2015 17:54 Húnabúð er lýst sem litlu kaupfélagi án matvöru. mynd/húnabúð Tveir menn rændu Húnabúð á Blönduósi um klukkan ellefu í morgun. Að sögn Sigurlaugar Gísladóttur, eiganda búðarinnar, voru þeir mjög lúmskir og eftir á að hyggja hafi verið augljóst hvað þeim gekk til. „Þegar það er góðviðrisdagur eins og í dag þá er ég með fataslá úti á palli fyrir framan búðina," segir Sigurlaug. „Það kom til mín erlendur maður og bað mig um að aðstoða sig við að velja peysu á sig sem ég geri að sjálfsögðu. Honum gekk illa að ákveða sig og talaði lengi við mig.“ Á meðan laumaði annar maður sér inn í verslunina og hafði þaðan á brott allt sem var í kassanum og veski eigandans. Alls rændi hann um 70.000 krónum auk öllum kortum, skilríkjum og persónulegum munum Sigurlaugar sem í veskinu voru. Húnabúð er lítil búð sem verslar með handverk fólks úr héraði auk leikfanga og klæða. „Við erum í raun lítið kaupfélag án matvöru,“ segir Sigurlaug. Ekkert öryggiskerfi eða myndavélar er á versluninni og því ekki til neinar myndir af þeim. „Þetta voru tveir ungir menn, vel klæddir og töluðu bjagaða ensku með frönskum hreim. Án þess að ég ætli að fullyrða um að þeir séu franskir. Þeir voru um kringum 170 sentímetra háir, dökkhærðir og annar þeirra með derhúfu.“ „Þetta er örugglega ekki í fyrsta skipti sem þeir gera þetta og það er mjög gremjulegt að hafa ekki áttað sig á þessu fyrr en eftir á. Maður er svo vanur að geta treyst fólki hérna. Það er rétt að láta vita af þeim og biðja fólk um að hafa varann á,“ lætur Sigurlaug hafa eftir sér að lokum.Alltaf upplifir maður eitthvað nýtt. Var rænd hér í búðinni, öllu úr kassanum stolið sem var um 40 þús sem og veskið...Posted by Húnabúð / Litla Dótabúðin on Saturday, 8 August 2015 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Tveir menn rændu Húnabúð á Blönduósi um klukkan ellefu í morgun. Að sögn Sigurlaugar Gísladóttur, eiganda búðarinnar, voru þeir mjög lúmskir og eftir á að hyggja hafi verið augljóst hvað þeim gekk til. „Þegar það er góðviðrisdagur eins og í dag þá er ég með fataslá úti á palli fyrir framan búðina," segir Sigurlaug. „Það kom til mín erlendur maður og bað mig um að aðstoða sig við að velja peysu á sig sem ég geri að sjálfsögðu. Honum gekk illa að ákveða sig og talaði lengi við mig.“ Á meðan laumaði annar maður sér inn í verslunina og hafði þaðan á brott allt sem var í kassanum og veski eigandans. Alls rændi hann um 70.000 krónum auk öllum kortum, skilríkjum og persónulegum munum Sigurlaugar sem í veskinu voru. Húnabúð er lítil búð sem verslar með handverk fólks úr héraði auk leikfanga og klæða. „Við erum í raun lítið kaupfélag án matvöru,“ segir Sigurlaug. Ekkert öryggiskerfi eða myndavélar er á versluninni og því ekki til neinar myndir af þeim. „Þetta voru tveir ungir menn, vel klæddir og töluðu bjagaða ensku með frönskum hreim. Án þess að ég ætli að fullyrða um að þeir séu franskir. Þeir voru um kringum 170 sentímetra háir, dökkhærðir og annar þeirra með derhúfu.“ „Þetta er örugglega ekki í fyrsta skipti sem þeir gera þetta og það er mjög gremjulegt að hafa ekki áttað sig á þessu fyrr en eftir á. Maður er svo vanur að geta treyst fólki hérna. Það er rétt að láta vita af þeim og biðja fólk um að hafa varann á,“ lætur Sigurlaug hafa eftir sér að lokum.Alltaf upplifir maður eitthvað nýtt. Var rænd hér í búðinni, öllu úr kassanum stolið sem var um 40 þús sem og veskið...Posted by Húnabúð / Litla Dótabúðin on Saturday, 8 August 2015
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira