Innlent

Rán á Blönduósi: „Maður er vanur að geta treyst fólki“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Húnabúð er lýst sem litlu kaupfélagi án matvöru.
Húnabúð er lýst sem litlu kaupfélagi án matvöru. mynd/húnabúð
Tveir menn rændu Húnabúð á Blönduósi um klukkan ellefu í morgun. Að sögn Sigurlaugar Gísladóttur, eiganda búðarinnar, voru þeir mjög lúmskir og eftir á að hyggja hafi verið augljóst hvað þeim gekk til.

„Þegar það er góðviðrisdagur eins og í dag þá er ég með fataslá úti á palli fyrir framan búðina," segir Sigurlaug. „Það kom til mín erlendur maður og bað mig um að aðstoða sig við að velja peysu á sig sem ég geri að sjálfsögðu. Honum gekk illa að ákveða sig og talaði lengi við mig.“

Á meðan laumaði annar maður sér inn í verslunina og hafði þaðan á brott allt sem var í kassanum og veski eigandans. Alls rændi hann um 70.000 krónum auk öllum kortum, skilríkjum og persónulegum munum Sigurlaugar sem í veskinu voru.

Húnabúð er lítil búð sem verslar með handverk fólks úr héraði auk leikfanga og klæða. „Við erum í raun lítið kaupfélag án matvöru,“ segir Sigurlaug. Ekkert öryggiskerfi eða myndavélar er á versluninni og því ekki til neinar myndir af þeim.

„Þetta voru tveir ungir menn, vel klæddir og töluðu bjagaða ensku með frönskum hreim. Án þess að ég ætli að fullyrða um að þeir séu franskir. Þeir voru um kringum 170 sentímetra háir, dökkhærðir og annar þeirra með derhúfu.“

„Þetta er örugglega ekki í fyrsta skipti sem þeir gera þetta og það er mjög gremjulegt að hafa ekki áttað sig á þessu fyrr en eftir á. Maður er svo vanur að geta treyst fólki hérna. Það er rétt að láta vita af þeim og biðja fólk um að hafa varann á,“ lætur Sigurlaug hafa eftir sér að lokum.

Alltaf upplifir maður eitthvað nýtt. Var rænd hér í búðinni, öllu úr kassanum stolið sem var um 40 þús sem og veskið...

Posted by Húnabúð / Litla Dótabúðin on Saturday, 8 August 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×