Erlent

Ræðuhöfundur Trump biðst afsökunar

Samúel Karl Ólason skrifar
Melania Trump og Michelle Obama.
Melania Trump og Michelle Obama. Vísir/EPA
Ræðuhöfundur framboðs Donald Trump hefur beðist afsökunar á því að hafa notast við kafla úr ræðu Michelle Obama frá árinu 2008 þegar hún skrifaði ræðu fyrir Melania Trump, eiginkonu Donald. Meredith McIver segir að hún hafi boðist til þess að hætta í starfi sínu, mistakanna vegna, en því hafi verið hafnað af forsetaframbjóðandanum.

Í tilkynningu frá framboði Trump segir McIver að þau Melania hafi rætt saman um fólk sem Melanie bæri virðingu fyrir. Þeirra á meðal hefði verið Michelle Obama. Las hún upp brot úr ræðum forsetafrúrinnar, að sögn McIver, og skrifaði sú síðarnefnda orðin hjá sér.

Það hafi svo verið mistök McIver að hafa ekki lesið ræðu Michelle Obama yfir heldur notað orðalagið úr samtali þeirra Melanie Trump.

„Þetta voru mín mistök og mér líður hræðilega yfir óreiðinni sem ég olli. Ég meinti ekkert illt,“ segir McIver sem notar tækifærið í yfirlýsingunni og hrósar Donald Trump fyrir hans aðkomu að málinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×