Enski boltinn

Ráðning Klopp staðfest í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Jürgen Klopp er væntanlegur til Englands í dag að sögn vefsíðu Sky Sports sem fullyrðir að hann verði tilkynntur sem nýr knattspyrnustjóri Liverpool nú síðdegis.

Klopp verður eftirmaður Brendan Rodgers sem var sagt upp störfum á sunnudaginn, eftir 1-1 jafntefli Liverpool gegn Everton.

Klopp er 48 ára gamall og varð tvívegis þýskur meistari á sjö árum sem knattspyrnustjóri Dortmund. Viðræður hans við eigendur Liverpool eru sagðar langt komnar.

Félagið hafði fyrst samband við Klopp á mánudag, sem og Ítalann Carlo Ancelotti en hann gaf starfið frá sér. Eigendur Liverpool vildu ganga fljótt frá ráðningu nýs knattspyrnustjóra en liðið á næst leik gegn Tottenham þann 17. október.

Talið er að Klopp komi með sitt eigið starfslið með sér á Anfield, þar af aðstoðarþjálfarann Zeljko Buvac.


Tengdar fréttir

Sérfræðingar Sky: Klopp er fullkominn fyrir Liverpool

Jamie Carragher, Graeme Souness og Jamie Redknapp, allt fyrrum leikmenn Liverpool og nú sérfræðingar á Sky Sports, eru sammála um að Jürgen Klopp sé hárrétti maðurinn til að taka við starfi Brendan Rodgers.

Von á Klopp á morgun

Liverpool langt á veg komið í viðræðum við Jürgen Klopp.

Klopp efstur á óskalistanum

Forráðamenn Liverpool munu hafa sett sig í samband við Jürgen Klopp og Carlo Ancelotti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×