Innlent

Prófessor: Landskjörstjórn hlýtur að íhuga stöðu sína

Gunnar Helgi Kristinsson.
Gunnar Helgi Kristinsson.

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að landskjörstjórn hljóti að íhuga stöðu sína í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar í gær.

Þá úrskurðaði rétturinn að kosningar til stjórnlagaþings skyldu ógiltar. Gunnar Helgi bendir á, í samtali við fréttavefinn Smuguna, að Landsstjórn sé kosin hlutfallskosningu á Alþingi, og því sé hún nefnd á vegum þingsins, en ekki framkvæmdavaldsins. Ábyrgðin sé því þingmanna.

Ætli menn að kenna ríkisstjórninni um, þá þurfi þeir að færa rök fyrir því. Hefði málið ekki verið skýrt, hefði kjörstjórnarfólkið sjálft átt að stíga á bremsurnar, hefði hraðinn á málinu verið of mikill.

Í ljósi stöðunnar nú sé vænlegast að Alþingi undirbú ný lög um stjórnlagaþing, þar sem útgangspunkturinn verði að Alþingi skipi þá sem höfðu áður hlotið kosningu, á stjórnlagaþing.

Landskjörstjórn mun funda um málið klukkan fimm í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×