PISA og lesskilningur – skipta greinarmerki máli? Arnór Guðmundsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Menntamálastofnun hefur sætt gagnrýni fyrir að vanda ekki til þýðinga á PISA-prófi. Hefur gagnrýnin annars vegar byggt á athugasemdum við þýðingu á spurningum í PISA 2015 og hins vegar á meintum spurningum úr eldri PISA-könnunum sem gengið hafa manna á milli á netinu. Stofnunin hefur beðist afsökunar á þeim hnökrum sem voru á þýðingum í PISA 2015 en getur trauðla elt ólar við meira en tíu ára gömul dæmi um hráar þýðingar sem gengið hafa á netinu. Að sjálfsögðu er það réttmæt ábending að íslenska í þeim prófum sem Menntamálastofnun leggur fyrir á að vera í lagi og að því verður unnið í næstu fyrirlögn PISA sem verður 2018. Það er umhugsunarefni af hverju fjórum löggiltum skjalaþýðendum, sem sáu um þýðingarnar, sást yfir þær villur sem bent hefur verið á. Menntamálastofnun hefur því ákveðið að bæta það vinnulag sem viðhaft hefur verið við PISA-könnunina. Verður sérstök áhersla lögð á að íslenskulesa þær spurningar sem notaðar verða í næstu fyrirlögn PISA.Meginskilaboð PISA-könnunar Í þeirri umræðu sem nú á sér stað um niðurstöður PISA verður að gæta þess að missa ekki sjónar á þeim meginskilaboðum sem felast í niðurstöðum könnunarinnar. Þau eru að lesskilningi nemenda við lok grunnskóla hefur hrakað mikið hér á landi og er hann mun lakari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hafa fræðimenn bent á að ef ekkert verði að gert kunni íslenskan smám saman að víkja fyrir enskum áhrifum. Þetta tel ég vera stórmál og hef leyft mér að halda því fram að í þessu samhengi sé stafsetning og greinarmerkjasetning í spurningum könnunarinnar kannski léttvæg. Við munum hins vegar hafa kommur og spurningarmerki á réttum stöðum í næstu fyrirlögn PISA. Fyrir áhugamenn um þýðingu á texta sem notaður var í PISA árið 2000, og gengið hefur manna á milli á Facebook, vísa ég í frétt á heimasíðu Menntamálastofnunar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Menntamálastofnun hefur sætt gagnrýni fyrir að vanda ekki til þýðinga á PISA-prófi. Hefur gagnrýnin annars vegar byggt á athugasemdum við þýðingu á spurningum í PISA 2015 og hins vegar á meintum spurningum úr eldri PISA-könnunum sem gengið hafa manna á milli á netinu. Stofnunin hefur beðist afsökunar á þeim hnökrum sem voru á þýðingum í PISA 2015 en getur trauðla elt ólar við meira en tíu ára gömul dæmi um hráar þýðingar sem gengið hafa á netinu. Að sjálfsögðu er það réttmæt ábending að íslenska í þeim prófum sem Menntamálastofnun leggur fyrir á að vera í lagi og að því verður unnið í næstu fyrirlögn PISA sem verður 2018. Það er umhugsunarefni af hverju fjórum löggiltum skjalaþýðendum, sem sáu um þýðingarnar, sást yfir þær villur sem bent hefur verið á. Menntamálastofnun hefur því ákveðið að bæta það vinnulag sem viðhaft hefur verið við PISA-könnunina. Verður sérstök áhersla lögð á að íslenskulesa þær spurningar sem notaðar verða í næstu fyrirlögn PISA.Meginskilaboð PISA-könnunar Í þeirri umræðu sem nú á sér stað um niðurstöður PISA verður að gæta þess að missa ekki sjónar á þeim meginskilaboðum sem felast í niðurstöðum könnunarinnar. Þau eru að lesskilningi nemenda við lok grunnskóla hefur hrakað mikið hér á landi og er hann mun lakari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hafa fræðimenn bent á að ef ekkert verði að gert kunni íslenskan smám saman að víkja fyrir enskum áhrifum. Þetta tel ég vera stórmál og hef leyft mér að halda því fram að í þessu samhengi sé stafsetning og greinarmerkjasetning í spurningum könnunarinnar kannski léttvæg. Við munum hins vegar hafa kommur og spurningarmerki á réttum stöðum í næstu fyrirlögn PISA. Fyrir áhugamenn um þýðingu á texta sem notaður var í PISA árið 2000, og gengið hefur manna á milli á Facebook, vísa ég í frétt á heimasíðu Menntamálastofnunar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun