PISA og lesskilningur – skipta greinarmerki máli? Arnór Guðmundsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Menntamálastofnun hefur sætt gagnrýni fyrir að vanda ekki til þýðinga á PISA-prófi. Hefur gagnrýnin annars vegar byggt á athugasemdum við þýðingu á spurningum í PISA 2015 og hins vegar á meintum spurningum úr eldri PISA-könnunum sem gengið hafa manna á milli á netinu. Stofnunin hefur beðist afsökunar á þeim hnökrum sem voru á þýðingum í PISA 2015 en getur trauðla elt ólar við meira en tíu ára gömul dæmi um hráar þýðingar sem gengið hafa á netinu. Að sjálfsögðu er það réttmæt ábending að íslenska í þeim prófum sem Menntamálastofnun leggur fyrir á að vera í lagi og að því verður unnið í næstu fyrirlögn PISA sem verður 2018. Það er umhugsunarefni af hverju fjórum löggiltum skjalaþýðendum, sem sáu um þýðingarnar, sást yfir þær villur sem bent hefur verið á. Menntamálastofnun hefur því ákveðið að bæta það vinnulag sem viðhaft hefur verið við PISA-könnunina. Verður sérstök áhersla lögð á að íslenskulesa þær spurningar sem notaðar verða í næstu fyrirlögn PISA.Meginskilaboð PISA-könnunar Í þeirri umræðu sem nú á sér stað um niðurstöður PISA verður að gæta þess að missa ekki sjónar á þeim meginskilaboðum sem felast í niðurstöðum könnunarinnar. Þau eru að lesskilningi nemenda við lok grunnskóla hefur hrakað mikið hér á landi og er hann mun lakari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hafa fræðimenn bent á að ef ekkert verði að gert kunni íslenskan smám saman að víkja fyrir enskum áhrifum. Þetta tel ég vera stórmál og hef leyft mér að halda því fram að í þessu samhengi sé stafsetning og greinarmerkjasetning í spurningum könnunarinnar kannski léttvæg. Við munum hins vegar hafa kommur og spurningarmerki á réttum stöðum í næstu fyrirlögn PISA. Fyrir áhugamenn um þýðingu á texta sem notaður var í PISA árið 2000, og gengið hefur manna á milli á Facebook, vísa ég í frétt á heimasíðu Menntamálastofnunar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Menntamálastofnun hefur sætt gagnrýni fyrir að vanda ekki til þýðinga á PISA-prófi. Hefur gagnrýnin annars vegar byggt á athugasemdum við þýðingu á spurningum í PISA 2015 og hins vegar á meintum spurningum úr eldri PISA-könnunum sem gengið hafa manna á milli á netinu. Stofnunin hefur beðist afsökunar á þeim hnökrum sem voru á þýðingum í PISA 2015 en getur trauðla elt ólar við meira en tíu ára gömul dæmi um hráar þýðingar sem gengið hafa á netinu. Að sjálfsögðu er það réttmæt ábending að íslenska í þeim prófum sem Menntamálastofnun leggur fyrir á að vera í lagi og að því verður unnið í næstu fyrirlögn PISA sem verður 2018. Það er umhugsunarefni af hverju fjórum löggiltum skjalaþýðendum, sem sáu um þýðingarnar, sást yfir þær villur sem bent hefur verið á. Menntamálastofnun hefur því ákveðið að bæta það vinnulag sem viðhaft hefur verið við PISA-könnunina. Verður sérstök áhersla lögð á að íslenskulesa þær spurningar sem notaðar verða í næstu fyrirlögn PISA.Meginskilaboð PISA-könnunar Í þeirri umræðu sem nú á sér stað um niðurstöður PISA verður að gæta þess að missa ekki sjónar á þeim meginskilaboðum sem felast í niðurstöðum könnunarinnar. Þau eru að lesskilningi nemenda við lok grunnskóla hefur hrakað mikið hér á landi og er hann mun lakari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hafa fræðimenn bent á að ef ekkert verði að gert kunni íslenskan smám saman að víkja fyrir enskum áhrifum. Þetta tel ég vera stórmál og hef leyft mér að halda því fram að í þessu samhengi sé stafsetning og greinarmerkjasetning í spurningum könnunarinnar kannski léttvæg. Við munum hins vegar hafa kommur og spurningarmerki á réttum stöðum í næstu fyrirlögn PISA. Fyrir áhugamenn um þýðingu á texta sem notaður var í PISA árið 2000, og gengið hefur manna á milli á Facebook, vísa ég í frétt á heimasíðu Menntamálastofnunar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun