PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Sæunn Gísladóttir skrifar 7. desember 2016 07:00 Kennarasambandið lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðunum. Vísir/Anton Brink Staða íslenskra nemenda hefur aldrei verið verri í öllum þremur sviðum PISA-könnunar og er áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum. Auk þess er Ísland undir OECD-meðaltali í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Íslenskir nemendur í 10. bekk tóku þátt í PISA-könnuninni vorið 2015 í sjötta sinn. Íslenskir nemendur fá 467 stig í vísindalæsi þar sem OECD-meðaltalið er 493. Þá fá þeir 485 stig í lesskilningi þar sem OECD-meðaltalið er einnig 493. Að lokum fá íslenskir nemendur 488 stig í stærðfræðiskilningi þar sem OECD-meðaltalið er 490. Niðurstöðurnar benda til þess að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað mikið á síðastliðnum áratug og standa íslenskir nemendur verst þar. Sjá einnig: Spreyttu þig á PISA-prófinu Séu landshlutar bornir saman má sjá að nemendur í þéttbýli utan höfuðborgarinnar og í dreifbýli standa verr en nemendur á höfuðborgarsvæðinu. Þegar kemur að stærðfræðilæsi mælist það 497 á höfuðborgarsvæðinu, en 475 í þéttbýliskjörnum utan höfuðborgarsvæðisins og 473 í dreifbýli. Lækkun á milli ára er meiri utan höfuðborgarsvæðisins. Svipaða sögu er að segja um læsi á náttúruvísindi. Þar mældist læsi hæst í dreifbýli árið 2006 en hafði lækkað um 35 stig og mælist nú 466. Á höfuðborgarsvæðinu mælist það 478 stig en í þéttbýliskjörnum utan höfuðborgarsvæðisins 464 stig. Hafa ber þó í huga að læsi í nokkrum landshlutum sem eru tiltölulega fámennir lækkaði milli ára og erfitt að útiloka að um árgangasveiflur sé að ræða. Stúlkur standa skör hærra Allir landshlutar standa verr að vígi nú árið 2015 í samanburði við árið 2000 þegar kemur að lesskilningi. Lækkunin er þó ekki alls staðar marktæk. Lækkunin er ómarktæk á Vesturlandi og lítil en marktæk á Reykjanesi, nágrenni Reykjavíkur og Suðurlandi. Lesskilningur mælist lægstur í dreifbýli þar sem lækkunin er mest, eða um 37 stig á 15 árum sem er rúmt skólaár en hún er einnig umtalsverð á hinum svæðunum, sem nemur um hálfu skólaári. Sé litið til mismunar milli kynja má sjá að á Íslandi er kynjamunurinn aðeins eitt stig í stærðfræðilæsi og ekki tölfræðilega marktækur, sömu sögu er að segja um náttúrulæsi. Í öllum þátttökulöndum er lesskilningur stúlkna meiri en drengja. Meðal OECD-ríkjanna er hann mestur í Finnlandi en minnstur á Írlandi, í Japan og Chile. Kynjamunur á Íslandi er 42 stig stúlkum í hag og er meiri en almennt meðal OECD-ríkja. Hrap í lesskilningi hjá innflytjendumLesskilningur innflytjenda árið 2015 á Íslandi er mun lakari en lesskilningur þeirra fyrri ár og munar allt að 71 stigi miðað við árið 2000, sem samsvarar rúmlega tveimur skólaárum. Lækkun í lesskilningi er hlutfallslega mun meiri meðal innflytjenda en innfæddra Íslendinga á tímabilinu. Hlutfall innflytjenda undir hæfnisþrepi tvö í lesskilningi hefur einnig aukist verulega á tímabilinu. Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA-rannsóknarinnar. Í yfirlýsingu segir sambandið að Ísland haldi áfram að síga niður á við. „Eins og áður kemur fram óásættanlegur munur á stöðu nemenda eftir landshlutum, kyni og hópum,“ segir í henni. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30 Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 Spreyttu þig á PISA-prófinu Vísir býður lesendum sínum upp á það að spreyta sig á nokkrum af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir 10. bekkinga. 6. desember 2016 14:00 Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Staða íslenskra nemenda hefur aldrei verið verri í öllum þremur sviðum PISA-könnunar og er áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum. Auk þess er Ísland undir OECD-meðaltali í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Íslenskir nemendur í 10. bekk tóku þátt í PISA-könnuninni vorið 2015 í sjötta sinn. Íslenskir nemendur fá 467 stig í vísindalæsi þar sem OECD-meðaltalið er 493. Þá fá þeir 485 stig í lesskilningi þar sem OECD-meðaltalið er einnig 493. Að lokum fá íslenskir nemendur 488 stig í stærðfræðiskilningi þar sem OECD-meðaltalið er 490. Niðurstöðurnar benda til þess að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað mikið á síðastliðnum áratug og standa íslenskir nemendur verst þar. Sjá einnig: Spreyttu þig á PISA-prófinu Séu landshlutar bornir saman má sjá að nemendur í þéttbýli utan höfuðborgarinnar og í dreifbýli standa verr en nemendur á höfuðborgarsvæðinu. Þegar kemur að stærðfræðilæsi mælist það 497 á höfuðborgarsvæðinu, en 475 í þéttbýliskjörnum utan höfuðborgarsvæðisins og 473 í dreifbýli. Lækkun á milli ára er meiri utan höfuðborgarsvæðisins. Svipaða sögu er að segja um læsi á náttúruvísindi. Þar mældist læsi hæst í dreifbýli árið 2006 en hafði lækkað um 35 stig og mælist nú 466. Á höfuðborgarsvæðinu mælist það 478 stig en í þéttbýliskjörnum utan höfuðborgarsvæðisins 464 stig. Hafa ber þó í huga að læsi í nokkrum landshlutum sem eru tiltölulega fámennir lækkaði milli ára og erfitt að útiloka að um árgangasveiflur sé að ræða. Stúlkur standa skör hærra Allir landshlutar standa verr að vígi nú árið 2015 í samanburði við árið 2000 þegar kemur að lesskilningi. Lækkunin er þó ekki alls staðar marktæk. Lækkunin er ómarktæk á Vesturlandi og lítil en marktæk á Reykjanesi, nágrenni Reykjavíkur og Suðurlandi. Lesskilningur mælist lægstur í dreifbýli þar sem lækkunin er mest, eða um 37 stig á 15 árum sem er rúmt skólaár en hún er einnig umtalsverð á hinum svæðunum, sem nemur um hálfu skólaári. Sé litið til mismunar milli kynja má sjá að á Íslandi er kynjamunurinn aðeins eitt stig í stærðfræðilæsi og ekki tölfræðilega marktækur, sömu sögu er að segja um náttúrulæsi. Í öllum þátttökulöndum er lesskilningur stúlkna meiri en drengja. Meðal OECD-ríkjanna er hann mestur í Finnlandi en minnstur á Írlandi, í Japan og Chile. Kynjamunur á Íslandi er 42 stig stúlkum í hag og er meiri en almennt meðal OECD-ríkja. Hrap í lesskilningi hjá innflytjendumLesskilningur innflytjenda árið 2015 á Íslandi er mun lakari en lesskilningur þeirra fyrri ár og munar allt að 71 stigi miðað við árið 2000, sem samsvarar rúmlega tveimur skólaárum. Lækkun í lesskilningi er hlutfallslega mun meiri meðal innflytjenda en innfæddra Íslendinga á tímabilinu. Hlutfall innflytjenda undir hæfnisþrepi tvö í lesskilningi hefur einnig aukist verulega á tímabilinu. Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA-rannsóknarinnar. Í yfirlýsingu segir sambandið að Ísland haldi áfram að síga niður á við. „Eins og áður kemur fram óásættanlegur munur á stöðu nemenda eftir landshlutum, kyni og hópum,“ segir í henni. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30 Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 Spreyttu þig á PISA-prófinu Vísir býður lesendum sínum upp á það að spreyta sig á nokkrum af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir 10. bekkinga. 6. desember 2016 14:00 Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30
Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56
Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44
Spreyttu þig á PISA-prófinu Vísir býður lesendum sínum upp á það að spreyta sig á nokkrum af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir 10. bekkinga. 6. desember 2016 14:00
Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15