Viðskipti innlent

Páskabjór vinsælli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Í heild nemur söluaukningin í páskabjór 14 prósentum. Víking er mest seldur.
Í heild nemur söluaukningin í páskabjór 14 prósentum. Víking er mest seldur. fréttablaðið/valli
Alls höfðu 78.508 lítrar af páskabjór selst frá öskudegi og þar til á sunnudag fyrir páska. Salan á sama tímabili í fyrra var 67.631 lítrar. Söluaukningin er því 14 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í tölum sem Vínbúðirnar tóku saman fyrir Markaðinn.

Tegundum af páskabjór hefur fjölgað verulega á milli ára. Þær voru fjórtán í ár en átta í fyrra.

Mest hefur selst af Víking páskabjór í dós, eða rétt tæpir 20.700 lítrar. Tæplega 15.900 lítrar af Páskagulli í dós hafa selst og 12 þúsund lítrar af Páskakalda. Fjórði vinsælasti bjórinn er Tuborg Kylle Kylle, en tæplega átta þúsund lítrar hafa selst af honum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×