Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hjalti Þór: „Varnarlega áttu þær voða fá svör“

    Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali fyrir leik Vals og Keflavíkur í Subway-deild kvenna að það yrði skandall ef Keflavíkurliðið myndi tapa fleiri leikjum í vetur. Hann gerði sér svo lítið fyrir og bauð upp á þennan skandal ásamt sínum konum en Valur fór með sigur af hólmi, 79-77, í æsispennandi leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sara Rún snýr heim til Kefla­víkur

    Sara Rún Hinriksdóttir er snúin heim frá Spáni og gengin aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík í Subway deild kvenna. Sara hefur verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár og fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Landsliðskona til Grinda­víkur

    Á meðan móðir hennar, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, leitar pólitískra leiða til að hjálpa Grindvíkingum á þessum erfiðum tímum ásamt félögum sínum í íslensku ríkisstjórninni þá mun Dagný Lísa Davíðsdóttir hjálpa Grindvíkingum inn á körfuboltavellinum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Al­gjör draumasending frá Dan­mörku“

    Sarah Sofie Mortensen spilaði sinn fyrsta leik með Grindavík í Subway deild kvenna í körfubolta í vikunni og sérfræðingarnir í Subway Körfuboltakvöldi voru hrifnir af frammistöðu þeirrar dönsku í frumrauninni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Það var svo­lítill haustbragur á þessu hjá okkur“

    Grindvíkingar spiluðu sinn fyrsta leik í tæpa tvo mánuði í Subway-deild kvenna í kvöld þegar liðið tók á móti Haukum. Boðið var upp á ansi sveiflukenndan leik sem varð svo æsispennandi í lokin en það voru heimakonur sem reyndust sterkari á svellinu þegar á reyndi. Lokatölur í Smáranum 86-83.

    Körfubolti