Körfubolti

Bjarni lætur af störfum hjá Haukum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Bjarni Magnússon
Bjarni Magnússon Vísir/Hulda Margrét

Bjarni Magnússon þjálfari kvennaliðs Hauka í Subway deild kvenna hefur óskað eftir því að láta af störfum sem þjálfari liðsins vegna persónulegra ástæðna.

Haukar hafa unnið fjölda titla undir hans stjórn en hann þjálfaði liðið fyrst 2011–14 og síðar frá 2020. Hann stýrði Haukaliðinu síðast til sigurs í gær, 74-65 gegn Stjörnunni. 

„Þetta var langt því frá að vera auðveld ákvörðun fyrir Badda enda búinn að vera lengi hjá félaginu, hvort sem er sem þjálfari eða aðstoðarþjálfari, og hefur hann þjálfað margar af þessum stelpum frá því að þær stigu sín fyrstu skref í meistaraflokki.“ segir í tilkynningu félagsins á samfélagsmiðlum. 

Ingvar Þór Guðjónsson mun taka við hans starfi en þeir Bjarni hafa lengi unnið saman. Ingvar var síðast aðalþjálfari Hauka frá 2015–18 og stýrði liðinu til Íslandsmeistaratitils vorið 2018. 

Haukar eru sem stendur í 5. sæti deildarinnar með 9 sigra og 8 töp. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×