Körfubolti

Sara Rún snýr heim til Kefla­víkur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir
Sara Rún Hinriksdóttir vísir/vilhelm

Sara Rún Hinriksdóttir er snúin heim frá Spáni og gengin aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík í Subway deild kvenna. Sara hefur verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár og fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins.

Sara er fædd árið 1996 og hóf ferilinn með Keflavík árið 2011. Hún varð Íslands- og bikarmeistari með félaginu árið 2013.  Á þessu tímabili hún hefur leikið í efstu deild á Spáni með AE Sedis Bàsquet. Þar áður var hún hjá, Faenza Basket Project á Ítalíu, CS Phoenix Constanta í Rúmeníu og Leicester Riders í Bretlandi. 

Sara spilaði síðast á Íslandi með Haukum tímabilið 2021 og var þá valin besti leikmaður deildarinnar. Hún gengur til liðs við sterkt Keflavíkurlið sem situr í efsta sæti deildarinnar með 30 stig úr 16 leikjum. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×