Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Embla: Þarf stundum að hugsa um sjálfan sig

    „Ég hef sett mér ákveðin markmið sem ég held að ég nái ekki með KR. Það er aðalástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að söðla um og yfirgefa KR," sagði knattspyrnukonan Embla Sigríður Grétarsdóttir sem er á förum frá KR eftir 11 ára dvöl í Vesturbænum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Stjörnukonur skoruðu sex mörk á móti KR

    Stjarnan vann 6-1 stórsigur á KR í Lengjubikar kvenna í kvöld. Björk Gunnarsdóttir skoraði þrennu fyrir Garðabæjarliðið. KR-liðið hefur misst marga leikmenn frá því í fyrra á meðan að Stjörnuliðið hefur styrkt sig mikið.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Prince æfir með KR

    Prince Rajcomar er kominn aftur til landsins og æfir þessa stundina með KR. Þetta staðfesti Rúnar Kristinsson í samtali við fréttastofu.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ásta Árnadóttir til Svíþjóðar

    Ásta Árnadóttir er á leið til sænska liðsins Tyresö en frá þessu greinir vefsíðan Fótbolti.net. Ásta hefur verið lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Vals og í íslenska landsliðinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Keflavíkurkonur í Val

    Systurnar Björg Ásta og Guðný Petrína Þórðardætur hjá knattspyrnuliði Keflavíkur skrifuðu í dag undur tveggja ára samning við Íslandsmeistara Vals.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Kvennalið Aftureldingar og Fjölnis sameinuð

    Afturelding og Fjölnir hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að félögin munu tefla fram sameiginlegu liði í úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð. Í samningi sem gildir í eitt ár er einnig að sendur verður sameiginlegur 2. flokkur kvenna.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Hólmfríður til Kristianstad

    Hólmfríður Magnúsdóttir er orðin fjórði Íslendingurinn í herbúðum sænska liðsins Kristianstad. Hún tók þá ákvörðun í gær að ganga til liðs við félagið frá KR en Fótbolti.net greindi frá því.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guðrún Sóley framlengir við KR

    Landsliðskonan Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hefur framlengt samning sinn við KR um eitt ár. Guðrún á að baki 192 leiki með KR og gekk í raðir liðsins á ný fyrir síðustu leiktíð eftir að hafa verið á mála hjá Breiðablik í tvö ár þar á undan.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Guðbjörg fer til Djurgården

    Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur samið við sænska stórliðið Djurgården en þetta var tilkynnt í kvöld. Hún mun formlega skrifa undir samninginn á næstu dögum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pála Marie framlengir við Val

    Pála Marie Einarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Vals en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Nýr samningur hennar er til tveggja ára.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Sara Björk semur við Blika

    Landsliðskonan efnilega Sara Björk Gunnarsdóttir hefur gengið formlega í raðir Breiðabliks. Sara lék með Kópavogsliðinu sem lánsmaður frá Haukum í sumar en hefur nú gert tveggja ára samning við Blika.

    Íslenski boltinn