Innlent

Óvissa með formennsku í fastanefndum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
BIrgitta Jónsdóttir.
BIrgitta Jónsdóttir. Vísir/Anton
Ekki er tímabært að ræða formannaskiptingu í fastanefndum Alþingis að mati þingflokksformanns Pírata og formanns Samfylkingarinnar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki sé skylt að skipta formannsstólum jafnt á milli flokka.

„Það liggur ekkert fyrir ennþá. Þingflokksformenn munu hittast í næstu viku og þá verður farið yfir þetta,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.

Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að hann teldi að minnihlutinn ætti að hljóta formennsku í helmingi af fastanefndunum átta. Stjórnarflokkarnir ætla sér hins vegar formennsku í sex nefndum. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vísaði í þingskaparlög þegar hann var spurður út í efnið.

„Það er aðeins yfirlýsing þeirra en þingsköp gætu kveðið á um annað,“ segir Logi Már. „Sé það raunin verður meirihlutinn að semja sig frá þeim eða bakka með yfirlýsinguna.“

Árið 2011 var ákvæðum þingskapa um fastanefndir breytt á þann veg að formannssætum skuli almennt skipt eftir þingstyrk flokka. Í meðförum þingsins var þeirri undantekningu bætt við að víkja mætti frá reglunni „til að samstarf þingflokka endurspeglist í nefndum“. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×