Óttaþjóðfélagið Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 9. september 2011 06:00 Ég var orðin einn af þessum dæmigerðu Íslendingum sem margir hverjir fá ekki tækifæri til að hugsa um mikið annað en hvernig þeir eigi að ná endum saman og eiga fyrir útgjöldunum um næstu mánaðamót. Þegar harðnaði á dalnum magnaðist þessi hugsun eins og hjá flestu heiðarlegu fólki og yfirtók allt annað. Ég leiddi hugann því ekkert sérstaklega að því hvað lánin sem ég borgaði innihéldu og hvort þau væru sanngjörn eða réttlát, en lagði allan metnað minn í að borga lánin.Samningaviðræður Þegar greiðsluvandi blasti við var það því mitt fyrsta verk að fara í bankann. Láta vita að ég væri að komast í vanda og óska eftir viðræðum um hvernig ég gæti staðið í skilum. Þetta var forgangsatriðið. Og líklega hefði ég verið tilbúin til að selja ömmu mína til að geta staðið í skilum við bankann. Og jafnvel ganga lengra hefðu þeir farið fram á það. Óttinn við að geta ekki staðið í skilum yfirtók allt. Í undanförnum pistlum mínum hef ég reynt að varpa ljósi á hvernig íbúðin mín var allt í einu að fara á nauðungaruppboð meðan ég hélt alltaf að ég væri í samningaviðræðum við bankann. En skoðum eitt lánið mitt aðeins betur. Lán sem var þó í skilum allan tímann.Banki í samfestingi með belti og axlabönd Verðtryggt 16,8 milljóna kr. lán sem tekið var á vordögum 2005 er uppreiknað í dag, um 26,4 milljónir. Lánið er á 4,15% vöxtum. Mánaðarlegur kostnaður minn af láninu er í dag kr. 99.637. Mánaðarleg afborgun af láninu er kr. 17.674. Búið er að greiðslujafna lánið þannig að kr. 13.910 af afborguninni færast á svokallaðan jöfnunarreikning. Ég borga því bara kr. 3.764 af láninu á mánuði. Jöfnunarreikningurinn safnar bæði verðbótum og vöxtum og er á rúmu ári orðinn um kr. 400.000. Skoðum þetta nánar Lán stökkbreytist úr 16,8 milljónum í 26,4 milljónir á 6 árum. Mánaðarleg afborgun 17.674 Greiðsujöfnun - 13.910 Mismunur, mánaðarleg afborgun: 3.764 Afborgun verðbóta, vextir,og verðbætur v/vaxta: 95.023 Og ekki má gleyma innheimtugjaldinu 850 Samtals: 99.637 Ég borga sem sagt kr. 3.764 á mánuði af láninu meðan ég borga bankanum kr. 95.873 fyrir alla áhættuna og umsýsluna við lánið. Ekki má heldur gleyma að verðbætur og vextir voru borgaðir af jöfnunarupphæðinni áður en hún fór á jöfnunarreikninginn þar sem hún fær aftur verðbætur og vexti. Frelsi til að hugsa Það er hagur lánastofnana að lántakendur séu óttaslegnir og dauðhræddir um að missa heimili fjölskyldunnar. Þannig er hægt að bjóða þeim nánast hvað sem er og halda þeim við efnið hvað sem það kostar. Þess vegna er 110% leiðin. Það var stórt skref fyrir mig að viðurkenna að ég réði ekki við bankann og greiðsluvanda minn. Það var enn stærra skref að viðurkenna að ég gæti ekki borgað af öllum lánunum og flyttist úr hópi lántakenda í hóp skuldara. Það sem ég fékk í staðinn er samt dýrmætara en þetta allt saman. Frelsi til að hugsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég var orðin einn af þessum dæmigerðu Íslendingum sem margir hverjir fá ekki tækifæri til að hugsa um mikið annað en hvernig þeir eigi að ná endum saman og eiga fyrir útgjöldunum um næstu mánaðamót. Þegar harðnaði á dalnum magnaðist þessi hugsun eins og hjá flestu heiðarlegu fólki og yfirtók allt annað. Ég leiddi hugann því ekkert sérstaklega að því hvað lánin sem ég borgaði innihéldu og hvort þau væru sanngjörn eða réttlát, en lagði allan metnað minn í að borga lánin.Samningaviðræður Þegar greiðsluvandi blasti við var það því mitt fyrsta verk að fara í bankann. Láta vita að ég væri að komast í vanda og óska eftir viðræðum um hvernig ég gæti staðið í skilum. Þetta var forgangsatriðið. Og líklega hefði ég verið tilbúin til að selja ömmu mína til að geta staðið í skilum við bankann. Og jafnvel ganga lengra hefðu þeir farið fram á það. Óttinn við að geta ekki staðið í skilum yfirtók allt. Í undanförnum pistlum mínum hef ég reynt að varpa ljósi á hvernig íbúðin mín var allt í einu að fara á nauðungaruppboð meðan ég hélt alltaf að ég væri í samningaviðræðum við bankann. En skoðum eitt lánið mitt aðeins betur. Lán sem var þó í skilum allan tímann.Banki í samfestingi með belti og axlabönd Verðtryggt 16,8 milljóna kr. lán sem tekið var á vordögum 2005 er uppreiknað í dag, um 26,4 milljónir. Lánið er á 4,15% vöxtum. Mánaðarlegur kostnaður minn af láninu er í dag kr. 99.637. Mánaðarleg afborgun af láninu er kr. 17.674. Búið er að greiðslujafna lánið þannig að kr. 13.910 af afborguninni færast á svokallaðan jöfnunarreikning. Ég borga því bara kr. 3.764 af láninu á mánuði. Jöfnunarreikningurinn safnar bæði verðbótum og vöxtum og er á rúmu ári orðinn um kr. 400.000. Skoðum þetta nánar Lán stökkbreytist úr 16,8 milljónum í 26,4 milljónir á 6 árum. Mánaðarleg afborgun 17.674 Greiðsujöfnun - 13.910 Mismunur, mánaðarleg afborgun: 3.764 Afborgun verðbóta, vextir,og verðbætur v/vaxta: 95.023 Og ekki má gleyma innheimtugjaldinu 850 Samtals: 99.637 Ég borga sem sagt kr. 3.764 á mánuði af láninu meðan ég borga bankanum kr. 95.873 fyrir alla áhættuna og umsýsluna við lánið. Ekki má heldur gleyma að verðbætur og vextir voru borgaðir af jöfnunarupphæðinni áður en hún fór á jöfnunarreikninginn þar sem hún fær aftur verðbætur og vexti. Frelsi til að hugsa Það er hagur lánastofnana að lántakendur séu óttaslegnir og dauðhræddir um að missa heimili fjölskyldunnar. Þannig er hægt að bjóða þeim nánast hvað sem er og halda þeim við efnið hvað sem það kostar. Þess vegna er 110% leiðin. Það var stórt skref fyrir mig að viðurkenna að ég réði ekki við bankann og greiðsluvanda minn. Það var enn stærra skref að viðurkenna að ég gæti ekki borgað af öllum lánunum og flyttist úr hópi lántakenda í hóp skuldara. Það sem ég fékk í staðinn er samt dýrmætara en þetta allt saman. Frelsi til að hugsa.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun