Óttaþjóðfélagið Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 9. september 2011 06:00 Ég var orðin einn af þessum dæmigerðu Íslendingum sem margir hverjir fá ekki tækifæri til að hugsa um mikið annað en hvernig þeir eigi að ná endum saman og eiga fyrir útgjöldunum um næstu mánaðamót. Þegar harðnaði á dalnum magnaðist þessi hugsun eins og hjá flestu heiðarlegu fólki og yfirtók allt annað. Ég leiddi hugann því ekkert sérstaklega að því hvað lánin sem ég borgaði innihéldu og hvort þau væru sanngjörn eða réttlát, en lagði allan metnað minn í að borga lánin.Samningaviðræður Þegar greiðsluvandi blasti við var það því mitt fyrsta verk að fara í bankann. Láta vita að ég væri að komast í vanda og óska eftir viðræðum um hvernig ég gæti staðið í skilum. Þetta var forgangsatriðið. Og líklega hefði ég verið tilbúin til að selja ömmu mína til að geta staðið í skilum við bankann. Og jafnvel ganga lengra hefðu þeir farið fram á það. Óttinn við að geta ekki staðið í skilum yfirtók allt. Í undanförnum pistlum mínum hef ég reynt að varpa ljósi á hvernig íbúðin mín var allt í einu að fara á nauðungaruppboð meðan ég hélt alltaf að ég væri í samningaviðræðum við bankann. En skoðum eitt lánið mitt aðeins betur. Lán sem var þó í skilum allan tímann.Banki í samfestingi með belti og axlabönd Verðtryggt 16,8 milljóna kr. lán sem tekið var á vordögum 2005 er uppreiknað í dag, um 26,4 milljónir. Lánið er á 4,15% vöxtum. Mánaðarlegur kostnaður minn af láninu er í dag kr. 99.637. Mánaðarleg afborgun af láninu er kr. 17.674. Búið er að greiðslujafna lánið þannig að kr. 13.910 af afborguninni færast á svokallaðan jöfnunarreikning. Ég borga því bara kr. 3.764 af láninu á mánuði. Jöfnunarreikningurinn safnar bæði verðbótum og vöxtum og er á rúmu ári orðinn um kr. 400.000. Skoðum þetta nánar Lán stökkbreytist úr 16,8 milljónum í 26,4 milljónir á 6 árum. Mánaðarleg afborgun 17.674 Greiðsujöfnun - 13.910 Mismunur, mánaðarleg afborgun: 3.764 Afborgun verðbóta, vextir,og verðbætur v/vaxta: 95.023 Og ekki má gleyma innheimtugjaldinu 850 Samtals: 99.637 Ég borga sem sagt kr. 3.764 á mánuði af láninu meðan ég borga bankanum kr. 95.873 fyrir alla áhættuna og umsýsluna við lánið. Ekki má heldur gleyma að verðbætur og vextir voru borgaðir af jöfnunarupphæðinni áður en hún fór á jöfnunarreikninginn þar sem hún fær aftur verðbætur og vexti. Frelsi til að hugsa Það er hagur lánastofnana að lántakendur séu óttaslegnir og dauðhræddir um að missa heimili fjölskyldunnar. Þannig er hægt að bjóða þeim nánast hvað sem er og halda þeim við efnið hvað sem það kostar. Þess vegna er 110% leiðin. Það var stórt skref fyrir mig að viðurkenna að ég réði ekki við bankann og greiðsluvanda minn. Það var enn stærra skref að viðurkenna að ég gæti ekki borgað af öllum lánunum og flyttist úr hópi lántakenda í hóp skuldara. Það sem ég fékk í staðinn er samt dýrmætara en þetta allt saman. Frelsi til að hugsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég var orðin einn af þessum dæmigerðu Íslendingum sem margir hverjir fá ekki tækifæri til að hugsa um mikið annað en hvernig þeir eigi að ná endum saman og eiga fyrir útgjöldunum um næstu mánaðamót. Þegar harðnaði á dalnum magnaðist þessi hugsun eins og hjá flestu heiðarlegu fólki og yfirtók allt annað. Ég leiddi hugann því ekkert sérstaklega að því hvað lánin sem ég borgaði innihéldu og hvort þau væru sanngjörn eða réttlát, en lagði allan metnað minn í að borga lánin.Samningaviðræður Þegar greiðsluvandi blasti við var það því mitt fyrsta verk að fara í bankann. Láta vita að ég væri að komast í vanda og óska eftir viðræðum um hvernig ég gæti staðið í skilum. Þetta var forgangsatriðið. Og líklega hefði ég verið tilbúin til að selja ömmu mína til að geta staðið í skilum við bankann. Og jafnvel ganga lengra hefðu þeir farið fram á það. Óttinn við að geta ekki staðið í skilum yfirtók allt. Í undanförnum pistlum mínum hef ég reynt að varpa ljósi á hvernig íbúðin mín var allt í einu að fara á nauðungaruppboð meðan ég hélt alltaf að ég væri í samningaviðræðum við bankann. En skoðum eitt lánið mitt aðeins betur. Lán sem var þó í skilum allan tímann.Banki í samfestingi með belti og axlabönd Verðtryggt 16,8 milljóna kr. lán sem tekið var á vordögum 2005 er uppreiknað í dag, um 26,4 milljónir. Lánið er á 4,15% vöxtum. Mánaðarlegur kostnaður minn af láninu er í dag kr. 99.637. Mánaðarleg afborgun af láninu er kr. 17.674. Búið er að greiðslujafna lánið þannig að kr. 13.910 af afborguninni færast á svokallaðan jöfnunarreikning. Ég borga því bara kr. 3.764 af láninu á mánuði. Jöfnunarreikningurinn safnar bæði verðbótum og vöxtum og er á rúmu ári orðinn um kr. 400.000. Skoðum þetta nánar Lán stökkbreytist úr 16,8 milljónum í 26,4 milljónir á 6 árum. Mánaðarleg afborgun 17.674 Greiðsujöfnun - 13.910 Mismunur, mánaðarleg afborgun: 3.764 Afborgun verðbóta, vextir,og verðbætur v/vaxta: 95.023 Og ekki má gleyma innheimtugjaldinu 850 Samtals: 99.637 Ég borga sem sagt kr. 3.764 á mánuði af láninu meðan ég borga bankanum kr. 95.873 fyrir alla áhættuna og umsýsluna við lánið. Ekki má heldur gleyma að verðbætur og vextir voru borgaðir af jöfnunarupphæðinni áður en hún fór á jöfnunarreikninginn þar sem hún fær aftur verðbætur og vexti. Frelsi til að hugsa Það er hagur lánastofnana að lántakendur séu óttaslegnir og dauðhræddir um að missa heimili fjölskyldunnar. Þannig er hægt að bjóða þeim nánast hvað sem er og halda þeim við efnið hvað sem það kostar. Þess vegna er 110% leiðin. Það var stórt skref fyrir mig að viðurkenna að ég réði ekki við bankann og greiðsluvanda minn. Það var enn stærra skref að viðurkenna að ég gæti ekki borgað af öllum lánunum og flyttist úr hópi lántakenda í hóp skuldara. Það sem ég fékk í staðinn er samt dýrmætara en þetta allt saman. Frelsi til að hugsa.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar