Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. júlí 2015 19:17 Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. Það sé í samræmi við hugmyndir samtakanna að innheimta slík gjöld fyrir veitta þjónustu. Hann óttast ekki að þau fæli erlenda ferðamenn frá landinu eða breyti ásýnd Íslands sem ferðamannalands. Fólk sé vant þessu annars staðar frá. Formaður atvinnuvegnanefndar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi rétt að aðrir ferðamannastaðir fylgdu fordæmi Þingvalla auk þess sem hann vildi skoða hærri gistináttagjöld sem rynnu til sveitarfélaga og jafnvel nýja skatta á flugfargjöld. Hann telur að tapast hafi stórfé meðan deilt hafi verið um leiðir til að innheimta fé af ferðamönnum. Grímur segir ekki rétt að horfa í baksýnisspegilinn, margt sé á réttri leið. Ríkisstjórnin samþykkti nýlega að verja um 850 milljónum til að styrkja innviði á ferðamannastöðum. Mest af fénu eða 160 milljónir fer í þjóðgarðinn í Skaftafelli og 158 milljónir fara í þjóðgarðinn á Þingvöllum sem undirbýr gjaldtöku í formi bílastæðagjalda. Grímur Sæmundsen segist ekki endilega sammála hugmyndum um gistináttaskatt og sérstakan skatt á flugfargjöld en meira þurfi að byggja upp í ferðaþjónustu. Áætlanir geri ráð fyrir að það þurfi milljarð á ári næstu fjögur árin til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Ríki og sveitarfélög geti síðan innheimt tekjur af þjónustunni enda séu helstu ferðamannastaðir í eigu þeirra. Hann segir nauðsynlegt að grípa strax í taumana til að bregðast við stórauknu álagi á ferðamannastaði. Annars sé hætt við því að tækifærin gangi okkur úr greipum. Aðgangsgjöld til að mynda á bílastæðum geti gagnast vel við að stýra aðgangi ferðafólks á álagstímum. Bláa lónið hefur nú tekið upp slíka aðgangsstýringu fyrst ferðamannastaða og gestir sem ekki panta tíma, geta ekki reiknað með að komast að á álagstímum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Óttast að yfirbragð landsins breytist með gjaldtökunni Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum. 12. júlí 2015 13:25 Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. Það sé í samræmi við hugmyndir samtakanna að innheimta slík gjöld fyrir veitta þjónustu. Hann óttast ekki að þau fæli erlenda ferðamenn frá landinu eða breyti ásýnd Íslands sem ferðamannalands. Fólk sé vant þessu annars staðar frá. Formaður atvinnuvegnanefndar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi rétt að aðrir ferðamannastaðir fylgdu fordæmi Þingvalla auk þess sem hann vildi skoða hærri gistináttagjöld sem rynnu til sveitarfélaga og jafnvel nýja skatta á flugfargjöld. Hann telur að tapast hafi stórfé meðan deilt hafi verið um leiðir til að innheimta fé af ferðamönnum. Grímur segir ekki rétt að horfa í baksýnisspegilinn, margt sé á réttri leið. Ríkisstjórnin samþykkti nýlega að verja um 850 milljónum til að styrkja innviði á ferðamannastöðum. Mest af fénu eða 160 milljónir fer í þjóðgarðinn í Skaftafelli og 158 milljónir fara í þjóðgarðinn á Þingvöllum sem undirbýr gjaldtöku í formi bílastæðagjalda. Grímur Sæmundsen segist ekki endilega sammála hugmyndum um gistináttaskatt og sérstakan skatt á flugfargjöld en meira þurfi að byggja upp í ferðaþjónustu. Áætlanir geri ráð fyrir að það þurfi milljarð á ári næstu fjögur árin til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Ríki og sveitarfélög geti síðan innheimt tekjur af þjónustunni enda séu helstu ferðamannastaðir í eigu þeirra. Hann segir nauðsynlegt að grípa strax í taumana til að bregðast við stórauknu álagi á ferðamannastaði. Annars sé hætt við því að tækifærin gangi okkur úr greipum. Aðgangsgjöld til að mynda á bílastæðum geti gagnast vel við að stýra aðgangi ferðafólks á álagstímum. Bláa lónið hefur nú tekið upp slíka aðgangsstýringu fyrst ferðamannastaða og gestir sem ekki panta tíma, geta ekki reiknað með að komast að á álagstímum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Óttast að yfirbragð landsins breytist með gjaldtökunni Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum. 12. júlí 2015 13:25 Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06
Óttast að yfirbragð landsins breytist með gjaldtökunni Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum. 12. júlí 2015 13:25
Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22