Körfubolti

Óskar Ingi: Lékum illa í fjórar mínútur

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Óskar Ingi í baráttu við Brynjar Þór Björnsson, KR-ing, í kvöld.
Óskar Ingi í baráttu við Brynjar Þór Björnsson, KR-ing, í kvöld. Mynd/Anton
„Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðinum liggur í þessum kafla þegar KR setti hreinlega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma tilbaka eftir það," sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka eftir tap gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83.

Haukar stóðu vel í KR-ingum og segir Óskar að þeir séu staðráðnir í að sanna sig meðal þeirra bestu. „Við lékum illa í fjórar mínútur í kvöld og það varð okkur að falli. Við erum staðráðnir í að sanna að við eigum heima í þessari deild. Það er okkar fyrsta markmið að halda okkur uppi og svo sjáum við til hvað gerist."

Semje Inge var að leika vel gegn sínum gömlu félögum í KR og telur Óskar að hann eigi eftir að reynast Haukaliðinu mikilvægur í vetur. „Hann er frábær leikmaður og líklega var þetta flottasta troðsla sem ég hef séð þegar hann tróð yfir hálft KR-liðið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×