Viðskipti innlent

OR skilar 10,5 milljarða hagnaði

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur Vísir/Vilhelm
Orkuveita Reykjavíkur skilaði 10,5 milljarða hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta kemur fram í rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins sem birt var í dag.

Á sama tíma í fyrra var afkoman tæplega 9,4 milljarðar.

Þetta skýrist einkum vegna hækkaðs verð í raforkusölu ON, dótturfyrirtækis OR, sem hefur skilað auknum tekjum á árinu.

Í fjárhagsspá fyrir næsta ár, sem birt var 20. október síðastliðinn, kemur fram að gert sé ráð fyrir því að rekstrarkostnaður haldi áfram að lækka. Lækkunin muni skila sér til viðskiptavina því á þessu ári hafi gjaldskrá fyrri kalt vatn lækkað og gjaldskrá fyrir dreifingu rafmangs lækkað tvisvar.

Einnig kemur þar fram að EBITDA hafi á fyrstu níu mánuðum ársins verið tæplega 19,6 milljarðar, samanborið við 18,1 milljarð árið 2016.

Rekstrartekjur námu rúmlega 31 milljarði en tæplega 30 milljörðum árið 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×