Innlent

Önnur lögbannskrafa komin fram

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Myndband sem tekið var upp með földum myndavélum grunnur tveggja lögbannskrafna á Kastljósþátt kvöldsins.
Myndband sem tekið var upp með földum myndavélum grunnur tveggja lögbannskrafna á Kastljósþátt kvöldsins. RÚV
Önnur lögbannskrafa hefur verið lögð fram hjá sýslumanni vegna Kastljósþáttar kvöldsins. Í þættinum er fjallað um hversu langt  sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur, að því er segir á vef RÚV.



Greint var frá því fyrr í dag að Júlíus Júlíusson hafi farið fram á að þátturinn yrði ekki sýndur en í honum birtist myndskeið af honum sem tekið var upp með falinni myndavél.



Helga Vala Helgadóttir lögmaður staðfestir við Vísi að önnur lögbannskrafa sé komin fram. Sú krafa kemur frá fólki sem einnig kemur fram í upptöku sem tekin er með falinni myndavél.



Ekki liggur fyrir hvort að sýslumaður verði við lögbannskröfunum. „Sýslumaður hefur ekki haft neitt samband við mig ennþá,“ segir Helga Vala en hún segist vita að málið hafi verið tekið til skoðunar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×