Handbolti

Ómar Ingi: Góðir og slæmir hlutir hjá mér

Arnar Björnsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon þreytti sína fyrstu alvöru frumraun á HM í dag. Það gekk upp og ofan hjá honum. Hann skoraði fín mörk og gerði sig einnig sekan um slæm mistök.

„Þetta voru góðir og slæmir hlutir hjá mér. Svona er þetta og svona lærir maður,“ segir Ómar Ingi en hann fór meðal annars á vítapunktinn í háspennuleik. Þar var hann ískaldur þó svo hann hefði gert slæm mistök skömmu áður.

„Mér leið bara ágætlega. Það er alltaf næsta skot þó svo ég hafi gert mistök og tapað boltanum. Það er bara áfram.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Bjarki Már: Komumst upp með ýmislegt í vörninni

„Þetta var skemmtilegur leikur og við fengum heldur betur að berjast mikið í dag,“ segir Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafnteflið við Túnis á HM í handbolta í Frakklandi í dag.

Toumi: Berum virðingu fyrir íslenska liðinu

"Mér fannst við ná að spila góðan leik. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur enda er Ísland með gott lið,“ sagði Túnisinn Amen Toumi eftir leikinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×