Erlent

Olíuverðið hrapaði

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Abdalla Salem El Badri, framkvæmdastjóri OPEC, á blaðamannafundi í Vínarborg.
Abdalla Salem El Badri, framkvæmdastjóri OPEC, á blaðamannafundi í Vínarborg. Vísir/AP
Olíuverð lækkaði hratt í gær eftir að OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, ákvað á fundi sínum í gær að auka ekki framleiðsluna þrátt fyrir að verð hafi þá þegar lækkað um 30 prósent frá í júní síðastliðnum.

Framleiðsla olíu hefur staðið í 30 milljón tunnum frá því í desember 2011.

Tólf ríki eiga aðild að OPEC samtökunum.

„Við ætlum ekkert að fyllast óðagoti,“ sagði Líbíumaðurinn Abdalla Salem el Badri, framkvæmdastjóri OPEC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×