Viðskipti erlent

Olíuverð ekki hærra í heilt ár

Sæunn Gísladóttir skrifar
Olíuverð hækkaði í dag.
Olíuverð hækkaði í dag. Vísir/Getty
Verð á hráolíu tók kipp núna um eftirmiðdaginn og hefur ekki verið hærra í heilt ár. Verð á Brent hráolíu er nú 53,5 dollarar á tunnuna, en West Texas Intermediate er á 51,11 dollara tunnann og hefur verðið ekki verið hærra í fjóra mánuði. Brent hráolía hefur ekki verið dýrari í heilt ár.

Hækkunin skýrist meðal annars á meiri bjartsýni um að samningar náist milli Opec framleiðenda. Orkumálaráðherra Sádí Arabíu Khalid al-Falih sagði í dag að hann væri bjartsýnn um að samningar um minni framleiðslu myndu nást í næsta mánuði þegar Opec ríkin funda í Vín.

Greiningaraðilar vara hins vegar við því að samningur milli Opec ríkja muni ekki endilega duga til að halda framleiðslu niðri. Núverandi samningur hafi veitt löndum á borð við Nígeríu, Líbíu og Íran undanþágur. Enn liggur innihald samningsins ekki fyrir.

Greiningaraðili hjá Thomson Reuters segir að líklega muni framboð dragast náttúrulega saman eftir sumarið, en að meira framboð verði af olíu vegna minnkandi eftirspurnar eftir sumarið. Því ætti ekki að verða mikil breyting á framboði á markaði til skamms tíma litið.


Tengdar fréttir

Olíuverð hækkar eftir ákvörðun OPEC-ríkja

Olíuverð hækkaði í kvöld á mörkuðum eftir að ríki OPEC, samtök olíuútflutningslanda, ákváðu að minnka framleiðslu á olíu í fyrsta sinn í átta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×