Íslenski boltinn

Ólafur Þórðarson: Frábært fyrir Alla að skora tvö mörk

Valur Smári Heimisson skrifar
Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis.
Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis.
Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var ánægður með sína menn í leiksloks eftir 2-1 útisigur á Eyjamönnum en þetta voru fyrstu stig Fylkisliðsins í sumar.

„Við vissum að þetta yrði erfitt en þegar við skoruðum þá bæta þeir svolítið í og við ósjálfrátt stígum aðeins til baka. Þeir náðu að setja mark á okkur en ég er mjög ánægður að við brotnuðum ekki við það heldur héldum áfram að berjast og það skilaði okkur sigrinum í dag," sagði Ólafur.

Fylkismenn töpuðu niður tveggja marka forystu á móti Grindavík í síðustu umferð en Fylkismenn voru ákveðnir í að láta það ekki koma fyrir aftur. „Það má segja það að þetta sé besti seinni hálfleikurinn okkar í síðustu fjórum leikjum, en engu að síður fram að því höfðum við ekki verið í miklu ströggli með það," sagði Ólafur.

„Annars er ég mjög ánægður með mína menn í dag og það er frábært fyrir Alla að skora tvö mörk. Góð barátta í liðinu en það eru alltaf fullt af litlum atriðum sem við verðum að laga og við höldum bara áfram að vinna í okkar málum," sagði Ólafur.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Albert tryggði Fylki sigur í Eyjum

Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörk Fylkismanna í 2-1 sigri liðsins á ÍBV á Hásteinsvellinum í Eyjum í 2.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti sigur Fylkis í sumar en liðið missti niður 2-0 forystu í fyrstu umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×