Innlent

Ólafur Ragnar kominn til landsins

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ólafur og Dorrit á Keflavíkurflugvelli í morgun.
Ólafur og Dorrit á Keflavíkurflugvelli í morgun. vísir/hilmar bragi
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lenti á Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í morgun. Hann var í einkaerindum í Bandaríkjunum og átti að koma hingað til lands á fimmtudag en ákvað að flýta heimför sinni.

Í samtali við fréttastofu segir hann stöðuna sem upp sé komin alvarlega. Forseti þurfi að vera til staðar og þurfi að standa sína plikt. 

Aðspurður hvort hann ætlaði að funda með forsætisráðherra í dag sagði Ólafur Ragnar:

„Ég mun eiga samtöl og viðtöl í dag og vinna úr því þegar við erum komin til Bessastaða.“

Rætt verður við forsetann í hádegisfréttum Bylgjunnar og kvöldfréttum Stöðvar 2.

Uppfært klukkan 11:23

Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að forsetinn myndi funda með formönnunum ríkisstjórnarflokkanna í dag. Það hefur verið leiðrétt.

Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands.vísir/hilmar bragi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×