Viðskipti innlent

Ólafur fékk nei frá Hæstarétti vegna Al-Thani

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Ólafsson fjárfestir
Ólafur Ólafsson fjárfestir Vísir/Vilhelm
Hæstiréttur hefur vísað frá dómi kröfu Ólafs Ólafssonar fjárfestis gegn ríkissaksóknara og íslenska ríkinu. Fór Ólafur fram á að viðurkennt yrði að skilyrði fyrir endurupptöku á Al-Thani málinu væru uppfyllt. 

Málið snerist um kaup félags sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani á um fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 26 milljarða króna í lok september 2008. Kaupin voru fjármögnuð með láni frá bankanum.

Ólafur fékk þriggja og hálfs árs dóm í héraði en dómurinn var þyngdur í fjögur og hálft ár í Hæstarétti. Kaupþingstopparnir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson hlutu sömuleiðis þunga fangelsisdóma í málinu.

Endurupptökunefnd hafnaði beiðni Ólafs um endurupptöku málsins í ársbyrjun 2016. Krafðist Ólafur fyrir dómstólum að úrskurður nefndarinnar yrði felldur úr gildi og viðurkennt yrði að skilyrði fyrir endurupptöku væru uppfyllt. Á móti krafðist ríkissaksóknari og íslenska ríkið að málinu yrði vísað frá.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að vísa frá dómi kröfu Ólafs er varðar viðurkenningu á skilyrði fyrir endurupptöku. Staðfesti Hæstiréttur þann úrskurð. Að öðru leyti var frávísunarkörfu ríkisins og ríkissaksóknara hafnað og er sá angi málsins enn til meðferðar hjá dómstólum.



Lesa má nánar um dóminn á vef Hæstaréttar.



Tengdar fréttir

Ólafur stefnir íslenska ríkinu

Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×