Óheimilt að synja Harriet um vegabréf Ingvar Haraldsson skrifar 28. ágúst 2015 08:00 Harriet fékk breskt neyðarvegabréf svo fjölskyldan komst í frí til Frakklands. Vísir/Valli Þjóðskrá var óheimilt að synja hinni ellefu ára gömlu Harriet Cardew um vegabréf, í júní árið 2014, á grundvelli þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Innanríkisráðuneytið kvað upp úrskurð í málinu þann 12. ágúst, rúmu ári eftir að foreldrar Harrietar kærðu úrskurð Þjóðskrár. Stofnuninni hefur verið gert að skrá nafn Harrietar í þjóðskrá og gefa út vegabréf með nafninu Harriet Cardew. Harriet hafði frá fæðingu borið nafnið Stúlka Cardew í þjóðskrá því nafnið þykir ekki í samræmi við mannanafnalög. Hið sama hefur gilt um eldri bróður hennar, Duncan sem borið hefur nafnið Drengur Cardew. Faðir Harrietar er breskur ríkisborgari og móðir hennar er bæði með íslenskan og bandarískan ríkisborgararétt. Úrskurður innanríkisráðuneytisins byggir á því að foreldrunum hafi verið heimilt að nefna hana erlendu nafni þar sem báðir foreldrarnir séu erlendir ríkisborgarar. Kristín Cardew, móðir Harrietar og Duncans segist fegin því að niðurstaða sé komin í málið. „Þetta er ofboðslega furðulegt mál, þetta eru sömu nöfnin og sömu börnin,“ segir hún en Harriet og Duncan höfðu áður fengið útgefin vegabréf með nöfnunum stúlka og drengur Cardew. „Við vonum að þetta hafi áhrif og setji ákveðna endurskoðun í gang,“ segir Kristín. Innanríkisráðuneytið vinnur nú að endurskoðun á mannanafnalögum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur gefið út að hún sé fylgjandi að slakað verði á kröfum sem gerðar séu til nafngifta í lögunum. „Það er náttúrulega líka fáránlegt, af því að það er alltaf verið að tala um að lögin verndi börn en þau banna fullorðnu fólki líka að velja sér nöfn,“ segir Kristín. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Þjóðskrá var óheimilt að synja hinni ellefu ára gömlu Harriet Cardew um vegabréf, í júní árið 2014, á grundvelli þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Innanríkisráðuneytið kvað upp úrskurð í málinu þann 12. ágúst, rúmu ári eftir að foreldrar Harrietar kærðu úrskurð Þjóðskrár. Stofnuninni hefur verið gert að skrá nafn Harrietar í þjóðskrá og gefa út vegabréf með nafninu Harriet Cardew. Harriet hafði frá fæðingu borið nafnið Stúlka Cardew í þjóðskrá því nafnið þykir ekki í samræmi við mannanafnalög. Hið sama hefur gilt um eldri bróður hennar, Duncan sem borið hefur nafnið Drengur Cardew. Faðir Harrietar er breskur ríkisborgari og móðir hennar er bæði með íslenskan og bandarískan ríkisborgararétt. Úrskurður innanríkisráðuneytisins byggir á því að foreldrunum hafi verið heimilt að nefna hana erlendu nafni þar sem báðir foreldrarnir séu erlendir ríkisborgarar. Kristín Cardew, móðir Harrietar og Duncans segist fegin því að niðurstaða sé komin í málið. „Þetta er ofboðslega furðulegt mál, þetta eru sömu nöfnin og sömu börnin,“ segir hún en Harriet og Duncan höfðu áður fengið útgefin vegabréf með nöfnunum stúlka og drengur Cardew. „Við vonum að þetta hafi áhrif og setji ákveðna endurskoðun í gang,“ segir Kristín. Innanríkisráðuneytið vinnur nú að endurskoðun á mannanafnalögum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur gefið út að hún sé fylgjandi að slakað verði á kröfum sem gerðar séu til nafngifta í lögunum. „Það er náttúrulega líka fáránlegt, af því að það er alltaf verið að tala um að lögin verndi börn en þau banna fullorðnu fólki líka að velja sér nöfn,“ segir Kristín.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira