Óheilbrigð umræða um heilbrigðismál Frosti Ólafsson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, birti grein í Fréttablaðinu þann 3. febrúar í kjölfar viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu. Í viljayfirlýsingunni kemur m.a. fram að opna þurfi fyrir möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum í heilbrigðisþjónustu. Formaður BSRB hefur margt út á það markmið að setja í grein sinni. Þar er fullyrt að rannsóknir sýni að aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu auki misskiptingu, leiði til brotakenndari þjónustu, verri lýðheilsu, verra aðgengis og minni hagkvæmni en opinber rekstur. Áhugavert væri að vita hvaða rannsókna er vísað til, enda hefur reynslan af einkarekstri bæði hérlendis og í nágrannaríkjunum verið þveröfug. Hérlendis hefur eina einkarekna heilsugæslan á landinu, heilsugæslan í Salahverfi, staðið öðrum framar í þjónustu. Samkvæmt úttekt Gæða- og lýðheilsusviðs Landlæknisembættisins er „allt er varðar starfsemi, starfsmenn og þjónustu við notendur til fyrirmyndar“. Jafnframt hefur „endurtekið komið fram í þjónustukönnunum að aðgengi er hvað best á heilsugæslunni í Salahverfi af öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu“. Þessi árangur hefur náðst þrátt fyrir að kostnaðarþátttaka sjúklinga sé nákvæmlega sú sama og hjá heilsugæslum í opinberum rekstri. Í grein sinni gerir formaður BSRB enda engan greinarmun á fjármögnun og veitingu heilbrigðisþjónustu. Það að einkaaðili veiti heilbrigðisþjónustu breytir engu um kostnaðarþátttöku sjúklinga ef hið opinbera fjármagnar þjónustuna áfram, líkt og dæmið um heilsugæsluna í Salahverfi sýnir.Bylting Önnur norræn ríki hafa gengið lengra en Ísland í innleiðingu einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu. Þannig brugðust Svíar við í kjölfar fjármálakreppu sinnar á tíunda áratugnum og Danir hafa einnig horft til slíkra aðgerða á undanförnum árum. Reynsla beggja þessara ríkja af auknum einkarekstri hefur verið jákvæð og hefur Samband danskra sveitarfélaga (d. Kommunernes Landsforening) lýst þessari þróun sem byltingu fyrir fjármál sveitarfélaga í Danmörku. Heilbrigðismál eru einn af stærstu útgjaldaliðum hins opinbera og reksturinn að stærstum hluta í höndum þess. Við núverandi fyrirkomulag er hið opinbera því bæði greiðandi og veitandi mestallrar heilbrigðisþjónustu hérlendis og kraftar samkeppni verulega vannýttir. Í ofanálag hafa stjórnvöld bannað læknum, tannlæknum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, ljósmæðrum og heilbrigðisstofnunum að auglýsa starfsemi sína. Það kemur í veg fyrir að neytendur séu upplýstir um þá valkosti sem þeim standa til boða og njóti ávinnings samkeppni í heilbrigðisþjónustu. Aukin útboð á veitingu þjónustu til einkaaðila og afnám banns við auglýsingum á heilbrigðisþjónustu myndi leiða til aukinnar samkeppni í heilbrigðiskerfinu hérlendis. Slík samkeppni myndi bæta þjónustu og auka hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu til frambúðar án þess að kostnaðarþátttaka sjúklinga þyrfti að breytast. Því ber að fagna yfirlýsingu stjórnvalda um að auka fjölbreytni í rekstrarformum í stað þess að finna henni allt til foráttu, enda reynslan af einkarekstri í íslenskri heilbrigðisþjónustu eindregið jákvæð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, birti grein í Fréttablaðinu þann 3. febrúar í kjölfar viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu. Í viljayfirlýsingunni kemur m.a. fram að opna þurfi fyrir möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum í heilbrigðisþjónustu. Formaður BSRB hefur margt út á það markmið að setja í grein sinni. Þar er fullyrt að rannsóknir sýni að aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu auki misskiptingu, leiði til brotakenndari þjónustu, verri lýðheilsu, verra aðgengis og minni hagkvæmni en opinber rekstur. Áhugavert væri að vita hvaða rannsókna er vísað til, enda hefur reynslan af einkarekstri bæði hérlendis og í nágrannaríkjunum verið þveröfug. Hérlendis hefur eina einkarekna heilsugæslan á landinu, heilsugæslan í Salahverfi, staðið öðrum framar í þjónustu. Samkvæmt úttekt Gæða- og lýðheilsusviðs Landlæknisembættisins er „allt er varðar starfsemi, starfsmenn og þjónustu við notendur til fyrirmyndar“. Jafnframt hefur „endurtekið komið fram í þjónustukönnunum að aðgengi er hvað best á heilsugæslunni í Salahverfi af öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu“. Þessi árangur hefur náðst þrátt fyrir að kostnaðarþátttaka sjúklinga sé nákvæmlega sú sama og hjá heilsugæslum í opinberum rekstri. Í grein sinni gerir formaður BSRB enda engan greinarmun á fjármögnun og veitingu heilbrigðisþjónustu. Það að einkaaðili veiti heilbrigðisþjónustu breytir engu um kostnaðarþátttöku sjúklinga ef hið opinbera fjármagnar þjónustuna áfram, líkt og dæmið um heilsugæsluna í Salahverfi sýnir.Bylting Önnur norræn ríki hafa gengið lengra en Ísland í innleiðingu einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu. Þannig brugðust Svíar við í kjölfar fjármálakreppu sinnar á tíunda áratugnum og Danir hafa einnig horft til slíkra aðgerða á undanförnum árum. Reynsla beggja þessara ríkja af auknum einkarekstri hefur verið jákvæð og hefur Samband danskra sveitarfélaga (d. Kommunernes Landsforening) lýst þessari þróun sem byltingu fyrir fjármál sveitarfélaga í Danmörku. Heilbrigðismál eru einn af stærstu útgjaldaliðum hins opinbera og reksturinn að stærstum hluta í höndum þess. Við núverandi fyrirkomulag er hið opinbera því bæði greiðandi og veitandi mestallrar heilbrigðisþjónustu hérlendis og kraftar samkeppni verulega vannýttir. Í ofanálag hafa stjórnvöld bannað læknum, tannlæknum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, ljósmæðrum og heilbrigðisstofnunum að auglýsa starfsemi sína. Það kemur í veg fyrir að neytendur séu upplýstir um þá valkosti sem þeim standa til boða og njóti ávinnings samkeppni í heilbrigðisþjónustu. Aukin útboð á veitingu þjónustu til einkaaðila og afnám banns við auglýsingum á heilbrigðisþjónustu myndi leiða til aukinnar samkeppni í heilbrigðiskerfinu hérlendis. Slík samkeppni myndi bæta þjónustu og auka hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu til frambúðar án þess að kostnaðarþátttaka sjúklinga þyrfti að breytast. Því ber að fagna yfirlýsingu stjórnvalda um að auka fjölbreytni í rekstrarformum í stað þess að finna henni allt til foráttu, enda reynslan af einkarekstri í íslenskri heilbrigðisþjónustu eindregið jákvæð.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun