LAUGARDAGUR 10. DESEMBER NŻJAST 14:38

Bretum mögulega bošiš aš halda feršafrelsi sķnu innan ESB

FRÉTTIR

Öflugri skjįlftar tķšari ķ Bįršarbungu

 
Innlent
14:18 05. JANŚAR 2016
Eldgosiš ķ Holuhrauni stóš ķ hįlft įr og telst eitt hiš stęrsta į Ķslandi ķ langan tķma.
Eldgosiš ķ Holuhrauni stóš ķ hįlft įr og telst eitt hiš stęrsta į Ķslandi ķ langan tķma. FRÉTTABLAŠIŠ/AUŠUNN

Jarðskjálftar í Bárðarbungu hafa verið öflugri síðastliðna mánuði og mælist nú þensla á svæðinu sem bendir til kvikusöfnunar í kvikuhólfi undir öskju Bárðarbungu.

Veðurstofa Íslands greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og birtir þar graf sem sýnir þróun skjálftavirkni í Bárðarbunguöskju síðan 1. mars í fyrra, eftir gosið í Holuhrauni. Veðurstofan segir að tíðni skjálfta á svæðinu hafi haldist frekar stöðugur en frá miðjum september síðastliðnum hefur orkuútlausnin aukist, sem þýðir að skjálftarnir eru öflugri en áður. Á grafinu kemur einmitt fram að skjálftar að stærð þremur eru tíðari síðastliðna mánuði.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands létti gosið í Holuhrauni á eldstöðvakerfinu en mælingar gefi til kynna að kvikusöfnun sé hafin í Bárðarbungu. Það sé ekki endilega ávísun á gos á næstu misserum en Veðurstofan vaktar svæðið gaumgæfilega.


Nokkrir mišlar hafa veriš aš tala um skjįlftana ķ Bįršarbungu. Hér er graf sem sżnir ķ tķma žróun skjįlftavirkni ķ Bįrš...

Posted by Vešurstofa Ķslands on Tuesday, January 5, 2016
Deila
Athugiš. Allar athugasemdir eru į įbyrgš žeirra er žęr rita. Vķsir hvetur lesendur til aš halda sig viš mįlefnalega umręšu. Einnig įskilur Vķsir sér rétt til aš fjarlęgja ęrumeišandi eša ósęmilegar athugasemdir og ummęli žeirra sem tjį sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIŠ

  • Nżjast į Vķsi
  • Mest Lesiš
  • Fréttir
  • Sport
  • Višskipti
  • Lķfiš
Forsķša / Fréttir / Innlent / Öflugri skjįlftar tķšari ķ Bįršarbungu
Fara efst