MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 11:00

Karlar mega ekki mćta á dómaranámskeiđ KSÍ annađ kvöld

SPORT

Öflugri skjálftar tíđari í Bárđarbungu

 
Innlent
14:18 05. JANÚAR 2016
Eldgosiđ í Holuhrauni stóđ í hálft ár og telst eitt hiđ stćrsta á Íslandi í langan tíma.
Eldgosiđ í Holuhrauni stóđ í hálft ár og telst eitt hiđ stćrsta á Íslandi í langan tíma. FRÉTTABLAĐIĐ/AUĐUNN

Jarðskjálftar í Bárðarbungu hafa verið öflugri síðastliðna mánuði og mælist nú þensla á svæðinu sem bendir til kvikusöfnunar í kvikuhólfi undir öskju Bárðarbungu.

Veðurstofa Íslands greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og birtir þar graf sem sýnir þróun skjálftavirkni í Bárðarbunguöskju síðan 1. mars í fyrra, eftir gosið í Holuhrauni. Veðurstofan segir að tíðni skjálfta á svæðinu hafi haldist frekar stöðugur en frá miðjum september síðastliðnum hefur orkuútlausnin aukist, sem þýðir að skjálftarnir eru öflugri en áður. Á grafinu kemur einmitt fram að skjálftar að stærð þremur eru tíðari síðastliðna mánuði.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands létti gosið í Holuhrauni á eldstöðvakerfinu en mælingar gefi til kynna að kvikusöfnun sé hafin í Bárðarbungu. Það sé ekki endilega ávísun á gos á næstu misserum en Veðurstofan vaktar svæðið gaumgæfilega.


Nokkrir miđlar hafa veriđ ađ tala um skjálftana í Bárđarbungu. Hér er graf sem sýnir í tíma ţróun skjálftavirkni í Bárđ...

Posted by Veđurstofa Íslands on Tuesday, January 5, 2016
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Öflugri skjálftar tíđari í Bárđarbungu
Fara efst