MIĐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ NÝJAST 15:30

Ari Bragi hljóp hrađar en Íslandsmetiđ en fékk of mikla hjálp

SPORT

Öflugri skjálftar tíđari í Bárđarbungu

 
Innlent
14:18 05. JANÚAR 2016
Eldgosiđ í Holuhrauni stóđ í hálft ár og telst eitt hiđ stćrsta á Íslandi í langan tíma.
Eldgosiđ í Holuhrauni stóđ í hálft ár og telst eitt hiđ stćrsta á Íslandi í langan tíma. FRÉTTABLAĐIĐ/AUĐUNN

Jarðskjálftar í Bárðarbungu hafa verið öflugri síðastliðna mánuði og mælist nú þensla á svæðinu sem bendir til kvikusöfnunar í kvikuhólfi undir öskju Bárðarbungu.

Veðurstofa Íslands greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og birtir þar graf sem sýnir þróun skjálftavirkni í Bárðarbunguöskju síðan 1. mars í fyrra, eftir gosið í Holuhrauni. Veðurstofan segir að tíðni skjálfta á svæðinu hafi haldist frekar stöðugur en frá miðjum september síðastliðnum hefur orkuútlausnin aukist, sem þýðir að skjálftarnir eru öflugri en áður. Á grafinu kemur einmitt fram að skjálftar að stærð þremur eru tíðari síðastliðna mánuði.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands létti gosið í Holuhrauni á eldstöðvakerfinu en mælingar gefi til kynna að kvikusöfnun sé hafin í Bárðarbungu. Það sé ekki endilega ávísun á gos á næstu misserum en Veðurstofan vaktar svæðið gaumgæfilega.


Nokkrir miđlar hafa veriđ ađ tala um skjálftana í Bárđarbungu. Hér er graf sem sýnir í tíma ţróun skjálftavirkni í Bárđ...

Posted by Veđurstofa Íslands on Tuesday, January 5, 2016
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Öflugri skjálftar tíđari í Bárđarbungu
Fara efst