Viðskipti innlent

Nýtt app SlideShare í 188 löndum

Haraldur Guðmundsson skrifar
Andri segir markmiðið að ná inn tíu milljónum notenda á fyrsta árinu.
Andri segir markmiðið að ná inn tíu milljónum notenda á fyrsta árinu. Mynd/Aðsend
Um fimmtíu þúsund farsímaeigendur hafa hlaðið niður nýju appi bandaríska fyrirtækisins SlideShare. Appið gerir notendum kleift að skoða kynningar­glærur og önnur skjöl í farsímum.

Fyrirtækið, sem er í eigu LinkedIn, gaf appið út miðvikudaginn 16. apríl síðastliðinn og hóf þá dreifingu um allan heim.

„Viðtökur notenda fyrstu vikuna hafa verið mjög góðar og appið er með 4,4 stjörnur í Google Play, sem er það hæsta sem nokkurt app í LinkedIn-fjölskyldunni er með,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, þróunarstjóri hjá SlideShare.

„Á þessum fyrstu dögum hafa notendur náð sér í appið frá flestum löndum í heiminum, alls frá 188 löndum.“

Andri bætir því við að fyrirtækið ætli, í ljósi góðra undirtekta, að fara í frekari kynningu og markaðssetningu á næstu vikum. SlideShare rekur einnig stærstu vefsíðu sinnar tegundar með um 70 milljónir notenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×