Enski boltinn

Nýr stjóri Chelsea þarf að fara fyrir rétt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Antonio Conte tekur við Chelsea í sumar, eftir EM í Frakklandi.
Antonio Conte tekur við Chelsea í sumar, eftir EM í Frakklandi. Vísir/Getty
Antonio Conte, landsliðsþjálfari Ítalíu og verðandi knattspyrnustjóri Chelsea, fer fyrir rétt í þessari viku þar sem hann hefur verið kærður fyrir íþróttasvik á Ítalíu.

Málið er gamalt og tengist leik sem fór fram á milli Siena og AlbinoLeffe í ítölsku B-deildinni árið 2011. Conte var þá knattspyrnustjóri fyrrnefnda liðsins.

Sjá einnig: Conte tekur við Chelsea í sumar

Fyrrum leikmaður Siena, Filippo Carobbio, steig fram og greindi frá því að Siena hefði tekið fram í umsvifamiklu svindli þar sem úrslitum leikja hafi verði hagrætt. Carobbio sjálfur var kærður fyrir sinn sátt í svikunum.

Conte neitaði ávallt sök en árið 2012 var Conte dæmdur í tíu mánaða bann fyrir að vita af hagræðingunni en greina ekki frá henni. Conte hafði þá tekið við Juventus, sem áfrýjaði banninnu og var það stytt í fjóra mánuði.

Sjá einnig: Landsliðsþjálfari Ítalíu mögulega ákærður

Nú er málið hins vegar komið fyrir almenna dómstóla og Conte er einn 103 aðila sem eru ákærðir í því. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér sex mánaða bann og 30 þúsund evra sekt. Líklegt er að hann sleppi við bannið en verði sektaður.

Conte heldur enn fram sakleysi sínu og segist ætla að berjast fyrir því að fá nafn sitt hreinsað í málinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×