Viðskipti innlent

Nýr hugbúnaður: Geta uppfært heimasíður með notkun samfélagsmiðla

Atli Ísleifsson skrifar
Sesselja mun ræða hugmyndina á fyrirlestraröðinni Mannamótum á vegum ÍMARK þann 28. janúar næstkomandi.
Sesselja mun ræða hugmyndina á fyrirlestraröðinni Mannamótum á vegum ÍMARK þann 28. janúar næstkomandi.
„Fyrirtæki eru að missa mjög mikið af viðskiptum af því að það eru rangar upplýsingar á vefsíðum,“ segir Sesselja Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi sprotafyrirtækisins Tagplay.

Tagplay er hugbúnaður sem gerir fyrirtækjum kleift að uppfæra heimasíður sínar með notkun samfélagsmiðla, en Sesselja mun ræða hugmyndina á fyrirlestraröðinni Mannamótum á vegum ÍMARK þann 28. janúar næstkomandi.

„Það hafa örugglega allir farið inn á heimasíður og lent í því að það er bara gamalt efni inni á heimasíðunni. Engin ný tilboð og bara rangar upplýsingar. Hvað gerir fólk þá? Það ýtir á „back“, fer aftur í Google og fer á næstu síðu. Fyrirtæki eru að missa mjög mikið af viðskiptum af því að það eru rangar upplýsingar á vefsíðum.“

Sesselja segir það taka langan tíma að uppfæra vefsíður. „Þú þarft að fara inn í mörg mismunandi tól og það er í raun frekar flókið. Við leyfum því fyrirtækjum að nota samfélagsmiðla – Facebook, Instagram, Twitter, eða email – til að uppfæra vefsíður sínar. Í raun er þá nóg að notast við eitt tól, til dæmis Facebook og þaðan uppfærast allar uppfærast allar upplýsingarnar inn á heimasíðurnar.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×