Nýr „brennivínsmálaráðherra“ íslenskur ljósmyndari í Noregi Bjarki Ármannsson skrifar 11. apríl 2016 15:02 „Það verður allavega hlegið að þessu til morguns, ef ekki út vikuna,“ segir Kristín Jóna Guðjónsdóttir. „Það verður allavega hlegið að þessu til morguns, ef ekki út vikuna,“ segir Kristín Jóna Guðjónsdóttir, annar tveggja Íslendinga sem birtast eldsnöggt í kostulegu innslagi breska grínistans John Oliver um stjórnmálaástandið á Íslandi. Innslagið hefur vakið mikla athygli á íslenskum miðlum og samfélagsmiðlum nú í morgun.Ólíkt hinum Íslendingnum, Stefáni Boga Sveinssyni bæjarfulltrúa, er Kristín ekki flokksbundinn Framsóknarmaður. Hún kveðst ópólitísk, enda er hún nú búsett í Noregi. Kristín segir bróður hennar hafa sent henni tölvupóst í morgun og spurt hana hvort hún hefði séð atriðið. Í fyrstu hafi hún talið að um einhverskonar leik væri að ræða, þar sem Facebook-mynd af viðkomandi birtist í myndskeiðinu. „Þannig að ég ætlaði að senda systur minni skilaboð og spyrja hvort það kæmi mynd af henni,“ segir Kristín. „En svo svarar hún: Hvers vegna er mynd af þér þarna?“Innslag Oliver má sjá hér að neðan en þátturinn í heild sinni verður sýndur á Stöð 2 annað kvöld klukkan 22:40, með íslenskum texta.Skýringin er þó tiltölulega einföld: Kristín er sjálf ljósmyndari og sendi myndina af sér inn á alþjóðlegan myndabanka. „Ég fór einmitt og kíkti og ég hef sett „Iceland“ sem eitt af einkennisorðunum með myndinni,“ segir hún. „Ég veit ekki alveg hvers vegna ég hef gert það en ég greinilega græði á því.“ John Oliver og félagar hafa þó greinilega átt við upphaflegu myndina og bætt við hönd sem heldur á Brennivínsflösku. Er Kristín í þættinum í hlutverki nokkurs konar „brennivínsmálaráðherra.“ „Vinir mínir segja að myndin sé augljóslega „feikuð,“ þar sem þar er brennivínsflaska,“ segir hún. „Hefðu þeir haft vit á að setja hvítvínsflösku, þá hefðu allir trúað þessu.“ Hún segist telja að Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr forsætisráðherra, þurfi að standa sig vel þar sem hún er, samkvæmt þætti Oliver, næst í röðinni. Tengdar fréttir Stefán Bogi rataði í John Oliver: „Gúglaði hann bara „framsóknarmaður í ullarpeysu?““ Bæjarfulltrúa Framsóknar í Fljótsdalshéraði bregður fyrir í innslagi breska þáttastjórnandans um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 11. apríl 2016 12:56 Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
„Það verður allavega hlegið að þessu til morguns, ef ekki út vikuna,“ segir Kristín Jóna Guðjónsdóttir, annar tveggja Íslendinga sem birtast eldsnöggt í kostulegu innslagi breska grínistans John Oliver um stjórnmálaástandið á Íslandi. Innslagið hefur vakið mikla athygli á íslenskum miðlum og samfélagsmiðlum nú í morgun.Ólíkt hinum Íslendingnum, Stefáni Boga Sveinssyni bæjarfulltrúa, er Kristín ekki flokksbundinn Framsóknarmaður. Hún kveðst ópólitísk, enda er hún nú búsett í Noregi. Kristín segir bróður hennar hafa sent henni tölvupóst í morgun og spurt hana hvort hún hefði séð atriðið. Í fyrstu hafi hún talið að um einhverskonar leik væri að ræða, þar sem Facebook-mynd af viðkomandi birtist í myndskeiðinu. „Þannig að ég ætlaði að senda systur minni skilaboð og spyrja hvort það kæmi mynd af henni,“ segir Kristín. „En svo svarar hún: Hvers vegna er mynd af þér þarna?“Innslag Oliver má sjá hér að neðan en þátturinn í heild sinni verður sýndur á Stöð 2 annað kvöld klukkan 22:40, með íslenskum texta.Skýringin er þó tiltölulega einföld: Kristín er sjálf ljósmyndari og sendi myndina af sér inn á alþjóðlegan myndabanka. „Ég fór einmitt og kíkti og ég hef sett „Iceland“ sem eitt af einkennisorðunum með myndinni,“ segir hún. „Ég veit ekki alveg hvers vegna ég hef gert það en ég greinilega græði á því.“ John Oliver og félagar hafa þó greinilega átt við upphaflegu myndina og bætt við hönd sem heldur á Brennivínsflösku. Er Kristín í þættinum í hlutverki nokkurs konar „brennivínsmálaráðherra.“ „Vinir mínir segja að myndin sé augljóslega „feikuð,“ þar sem þar er brennivínsflaska,“ segir hún. „Hefðu þeir haft vit á að setja hvítvínsflösku, þá hefðu allir trúað þessu.“ Hún segist telja að Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr forsætisráðherra, þurfi að standa sig vel þar sem hún er, samkvæmt þætti Oliver, næst í röðinni.
Tengdar fréttir Stefán Bogi rataði í John Oliver: „Gúglaði hann bara „framsóknarmaður í ullarpeysu?““ Bæjarfulltrúa Framsóknar í Fljótsdalshéraði bregður fyrir í innslagi breska þáttastjórnandans um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 11. apríl 2016 12:56 Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Stefán Bogi rataði í John Oliver: „Gúglaði hann bara „framsóknarmaður í ullarpeysu?““ Bæjarfulltrúa Framsóknar í Fljótsdalshéraði bregður fyrir í innslagi breska þáttastjórnandans um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 11. apríl 2016 12:56
Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13