Nýherji hagnast um 328 milljónir

 
Viđskipti innlent
17:14 28. JANÚAR 2016
Finnur Oddsson er forstjóri Nýherja.
Finnur Oddsson er forstjóri Nýherja.

Nýherji hagnast um 328 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaður félagsins jókst um fimmtung milli ára.

Sala Nýherja nam 13,3 milljörðum króna og jókst um 1,8 milljarða milli ára. Þá nam framlegð 3,4 milljörðum og rekstarhagnaður 647 milljónum króna.

Eignfjárhlutfall félagsins er 28 prósent en eignir nema 6,9 milljörðum króna.

Hlutafé í Nýherja var aukið um 9,8 prósent í desember í hlutfjárútboði. Umframeftirspurn var eftir bréfum sem alls fengust 640 milljónir króna fyrir.

Í uppgjörinu kemur fram að á haustmánuðum hafi áhugi fjárfesta verið kannaður á kaupum á allt að 25% hlut í Tempo ehf, dótturfélagi Nýherja. Áhugi hafi verið meðal innlendir og erlendir fjárfestara á hlutnum en ekki hafi orðið af sölunni.

Síðastliðið rekstrarár var eitt það besta í sögu Nýherja. Tekjuaukning á milli ára var 15% og afkoma góð.  Það er einnig ánægjulegt að afkoma allra rekstrareininga og dótturfélaga var jákvæð á árinu. Hjá Nýherja móðurfélagi hefur nýtt skipulag frá í fyrra gefist vel og m.a. stuðlað að tekjuaukningu og bættu þjónustustigi. Mikill tekjuvöxtur var áfram hjá TEMPO og horfur til að svo verði áfram. Vöxtur var sömuleiðis í tekjum hjá TM Software og afkoma umfram væntingar,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Nýherji hagnast um 328 milljónir
Fara efst