Innlent

Norðurljósin í banastuði um land allt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
David Dunham náði þessari glæsilegu mynd af dansi norðurljósanna yfir Þingvallakirkju.
David Dunham náði þessari glæsilegu mynd af dansi norðurljósanna yfir Þingvallakirkju.
Norðurljósavirkni hefur verið töluverð undanfarna daga og hafa fjölmargir íslenskir ljósmyndarar fangað fegurðina um allt land.

Hér að neðan og ofan má sjá stórglæsilegar myndir víðsvegar að af landinu. Þeir ferðamenn sem mættir eru til Íslands mega teljast heppnir að hafa upplifað sjónarspilið undanfarna daga enda október nýhafinn.

Fjölmargir ljósmyndarar svöruðu kalli Vísis eftir glæsilegum norðurljósamyndum og gáfu leyfi fyrir þeim flottu myndum sem fylgja greininni.

Fylgjast má með norðurljósaspá Veðurstofunnar hér.

Friðrik Hreinsson náði mynd af þessum dreka yfir Reykjavík.
Birkir Pétursson tók þessa fallegu mynd af gamla vitanum á Akranesi.
Guðjón Ottó Bjarnason var við Hvítserk á Skagaströnd.
Guðmundur Ágústsson var með myndavélina á lofti í Skutulsfirði þegar norðurljósin kíktu í heimsókn.
Norðurljósin mikilfengleg við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Hallgrímur P. Helgason tók þessa mynd.
Borgar Björgvinsson tók þessa mynd af Holtsbryggju í Önundarfirði.
Kristján Sveinsson var með myndavélina á lofti á Skagaströnd.
Höskuldur Birkir Erlingsson náði þessari mynd á Blönduósi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×