Norđmenn senda flóttamenn aftur til Rússlands

 
Erlent
23:50 19. JANÚAR 2016
Frá landamćrunum í fyrra.
Frá landamćrunum í fyrra. VÍSIR/EPA

Norðmenn sendu í dag þrettán flóttamenn aftur til Rússlands. Til stendur að senda 5.500 manns yfir landamærin en yfirvöld í Noregi tilkynnti fyrir áramót að allir flóttamenn sem kæmu frá löndum sem talin væru örugg yrðu sendir til baka. Í fyrstu átti að senda flóttamennina yfir landamærin á hjólum, þar sem reglur bönnuðu óskráðu fólki að notast við bíla til að fara yfir landamærin.

Fólkinu var einnig bannað að fara gangandi. Þúsundir flótta- og farandfólks fóru á hjólum yfir landamærin til Noregs í fyrra. Með því komust þau í gegnum galla á lögunum. Flestir þeirra voru að flýja átök í Sýrlandi.

Mannréttindasamtök hafa samkvæmt BBC fordæmt brottvísanirnar en að degi til er hitastigið á svæðinu um -30 gráður. Rússar samþykktu nýverið að leyfilegt væri að flytja fólkið með rútum. Þeir þrettán sem voru sendir til baka í dag voru allir með rússnesk vegabréf eða landvistarleyfi þar í landi.

Fólkinu hefur verið komið fyrir í skýli í bænum Kirkenes, nærri landamærum Noregs og Rússlands. Þaðan hafa hins vegar einhverjir flúið af ótta við að vera send aftur til Rússlands. Þá hafa einnig borist fréttir af hungurverkfalli í skýlinu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Norđmenn senda flóttamenn aftur til Rússlands
Fara efst