Innlent

Nærri fimmtungi fleiri teknir við hraðakstur

Ingvar Haraldsson skrifar
Lögreglan hefur náð fleirum við of hraðan akstur.
Lögreglan hefur náð fleirum við of hraðan akstur. vísir/Anton brink
Nærri fimmtungi fleiri hraðakstursbrot urðu á fyrri helmingi ársins miðað við sama tíma fyrir ári. Alls er 24.421 mál á skrá lögreglu vegna of hraðs aksturs miðað við 20.626 brot á sama tíma árið 2015. Þá fjölgar brotum vegna ölvunaraksturs og þeim fjölgar um níu prósent sem aka undir áhrifum ávanabindandi efna og fíkniefna.

Guðbjörg S. Bergsdóttir hjá embætti ríkislögreglustjóra segir nærtækustu skýringuna að umferð um vegi landsins hefur aukist en samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar hefur umferð um þjóðveginn aukist um 13,6 prósent milli ára. Þá fjölgar skráningum vegna heimilisofbeldis um sjö prósent milli ára. Í öðrum brotaflokkum er málafjöldi hins vegar á niðurleið. Þannig fækkar skráðum hegningarlagabrotum um sex prósent milli ára og einnig fækkar þjófnaðar-, fíkniefna-, líkamsárásar- og kynferðisbrotamálum milli ára. Guðbjörg segir hegningarlagabrotum hafi almennt farið fækkandi frá árinu 2009. Helsta skýringin sé að lögreglan hafi farið sérstaklega í vinnu við að kortleggja þjófnaði og innbrot betur sem hafi skilaði sér í fækkun slíkra brota. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×